Komin er góður hópur af Íslenskum bogamönnum sem eru að fara að keppa á heimsbikarmótinu í Marrakó 25-26 Nóvember. Flestir eru nýliðar að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega móti og fyrsta skipti sem Ísland sendir keppendur í Junior flokkana á alþjóðlegu móti (u-21) og við erum með keppendur í bæði u-21 kvenna og karla flokki.
Frekar stór hópur fór frá Íslandi árið 2014 í heildina 13 keppendur og var Ísland með stærsta liðið og fjórða stærsta þjóðin í þáttöku á eftir Marrakó (35), Bretlandi (14) og Frakklandi (33) sjá pdf, árið 2015 voru aðeins 5 keppendur frá Íslandi.
Almennt eru um 200-300 manns að keppa í heildina á Heimsbikarmótinu í Marrakesh, þeim hefur fjölgað mikið á síðust árum.
Flestir keppendurnir eru frá Bogfimifélaginu Boganum en einnig eru nokkrir frá Íþróttafélaginu Freyju sem eru 2 stærstu bogfimifélögin á landinu.
Hægt er að fylgjast með úrslitum á https://worldarchery.org/events http://ianseo.net/TourList.php Ég set svo nákvæmann link í annari grein þegar nær dregur mótinu.
Hinngað til hefur Ísland bara unnið medalíu á alþjóðlegu móti í fatlaðra flokki (Þorsteinn Halldórsson þegar hann vann sæti á paralympics). En nokkrir af Íslensku keppendunum á þessu alþjóðlega stórmóti eiga góða möguleika að koma heim með fyrstu medalíu í sínum flokki fyrir Ísland.
Hér eru dæmi um keppendur sem er vert að fylgjast með.
Gabriela Íris Ferreira 16 ára, keppir í Junior flokki kvenna (undir 21) með trissuboga, hún er búin að vera æfa mikið upp á síðkastið undir handleiðslu Keleu Quinn sem er Kanadískur einkaþjálfari sem flutti hinngað til lands snemma á árinu 2016. Við erum með miklar vonir um að Gabriela komist í að keppa um medalíu þar sem hún verður afburðar íþróttakona í sínum flokki á þessu móti. En þar sem þetta er fyrsta alþjóðlega mótið sem Gabriela keppir í verður spennandi að sjá hvað taugarnar eru sterkar :). Gabí er dóttir Margrétar Einars sem var í trissuboga kvenna liðinu sem lenti í 9 sæti á Evrópumeistarmótinu í Nottingham 2016 og big boss í Bogfimisetrinu.
Astrid Daxböck, ein af okkar fremstu bogakonum, fyrsti keppandinn fyrir Ísland sem hefur komist í topp 100 á heimslista í opnum flokki í bogfimi, og lenti í 17.sæti á bæði Heimsmeistarmótinu og Evrópumeistarmótinu á árinu 2016. Þar sem samkeppnin á þessu móti er mjög mikil og aðeins 3 labba út með medalíu í hennar flokki getum við ekki sagt að það sé líklegt að hún komist í að keppa um medalíu, en hún hefur komið fólki á óvart áður og það er búist við því að hún verði í top 10 á mótinu á þessu ári þar sem hún var í 9.sæti á síðasta ári á sama móti og henni hefur farið fram síðan sú keppni var. Þar sem hún keppir í báðum bogaflokkum Trissubogaflokki og Sveigbogaflokki telst líklegt að hún endi í top 10 í báðum flokkum, sveigboga og trissubogaflokki, og verður hún þá líklega fyrsta manneskjan í heiminum að ná því að lenda í top 10 í báðum flokkum á sama alþjóðlega mótinu. Við bíðum spennt að sjá hvort hún nælir sér í medalíu líka á þessu móti
Daníel Snorrason 16 ára, keppir í Junior flokki karla (undir 21) með trissuboga og er búinn að hækka mikið í skori upp á síðkastið og á góðar líkur á því að komast í top 4 í sínum flokki og keppa um fyrstu medalíu sem Ísland hefur unnið í U-21 flokki karla. Daníel byrjaði í bogfimi á síðasta ári (2015) og er að keppa með föður sínum á mótinu Snorra Haukssyni og eru feðgarnir báðir að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega bogfimimóti.
Gunnar Þór Gunnarsson fæddur 1947 er að keppa fyrir Ísland í annað sinn á heimbikarmótinu í Marrokó og verður mjög líklega elsti keppandinn á mótinu þar sem hann er bráðum að vera 70 ára ungur og enþá hel sprækur. Gunnar mun einnig taka þátt á World Master Games á Nýja Sjálandi á næsta ári, World Master Games eru fjölþjóðlegt mót sem haldið er á 4 ára fresti eins og Ólympíuleikarnir og mætti kalla á Ólympíuleika eldri flokka þar sem lágmarks aldurinn var 50 ár fyrir ekki löngu síðan. Gunnar keppir að þessu sinni einnig með syni sínum sem er að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega móti, Rúnari Þór Gunnarssyni 48 ár og konan hans Rúnars Eva Rós Sveinsdóttir sem kemur með sem þjálfari og spotter og að sjálfsögðu til að versla gjafir í miðbænum fyrir jólin
Meðal annarra keppenda sem eru skráðir á mótið fyrir Ísland eru meðal annars.
Guðmundur Örn Guðjónsson sem er þaul reyndur keppandi fyrir Ísland og heimsþekktur í bogfimi fyrir öfuga skotstílinn sem hann fann upp í sveigboga, keppir líklega í báðum flokkum.
Tryggvi Einarsson sem var Íslandsmeistari í byrjendaflokki sveigboga karla innandyra 2016 og að keppa á sína fyrsta erlenda stórmóti.
Ingólfur Rafn Jónsson sem var Íslandsmeistari í byrjendaflokki sveigboga karla utandyra 2016, einnig að keppa á sína fyrsta erlenda stórmóti.
Ólafur Gíslasson sem er að keppa á sínu fyrsta stórmóti og líklegur til að vera hæstur í skori af nýliðunum í sveigboga karla ef hann er búinn að æfa sig nóg út af vinnuferðum erlendis
Snorri Hauksson nefndur fyrr í greininni og er einnig formaður Freyju og að keppa með syni sínum báðir nýliðar í erlendum stórmótum.
Rúnar Þór Gunnarsson nefndur fyrr, hefur verið óheppinn á mörgum innlendum mótum, frábært tækifæri fyrir hann til að þjálfa sig undir pressuni sem er á erlendum stórmótum
Það eru staðfestir og skráðir 11 manns að fara að keppa á mótinu og getur verið að það bætist nokkrir við áður en skráningu líkur og að hópurinn endi í 13-15 manns, það verður spennandi að sjá hvort að það endi með því að fleiri fari en árið 2014.