Maciej á heimsbikarmótinu í Marrakesh

Einn keppandi frá Íslandi keppti á heimsbikarmótinu í Marrakesh.

Maciej endaði í 24 sæti í undankeppninni með 560 stig sem er mjög fínn árangur.

24 Maciej Stepien ISL flag 27 26 560

Í útsláttarkeppninni lenti Maciej á móti Jacopo Polidori frá Ítalíu. Það gekk ekki eins vel í útslættinum en Maciej tapaði 147:133 á móti Jacopo. Það gerði það samt af verkum að Maciej lenti í 17.sæti sem jafnar besta árangur Íslendinga. 3 aðrir Íslendingar hafa náð 17.sæti á innandyra heimsbikarmótum í trissuboga karla.

Maciej áætlar að fara á öllu innandyra heimsbikarmótin á þessu tímabili. Marrakesh, Bangkok, Nimes og Las Vegas. Og ætlar sér að reyna að komast í World Cup finalið í Las Vegas. Nánari fréttir af hvernig honum gengur setjum við á netið þegar tími gefst til og úrslit eru ljós 🙂

Lægri þáttaka var á heimsbikarmótinu í Marrakesh á þessu ári en flest önnur ár enda heimsmeistaramótinu utandyra ný lokið og fáir komnir í innandyra gírinn enþá. Einnig var mótið tilkynnt seint og illa.

Hægt er að sjá heildar niðurstöður úr mótinu hér https://worldarchery.org/competition/18118/marrakesh-2017-indoor-archery-world-cup-stage-1#/

Heimssambandið tók engar mynd af honum beint en það er hægt að sjá hann í bláa bolnum í bakgrunninum á þessari mynd 🙂

Compound Men First Round

147
5
133