Lancaster Archery Classic hefst 23. janúar 2020

Lancaster Archery Classic bogfimimótið verður haldið daganna 23-26 janúar 2020 í Bandaríkjunum.  Einn keppandi verður á mótinu frá Íslandi sem er Ólafur Ingi Brandsson og mun hann keppa á berboga.  Þetta er í annað skiptið sem Ólafur keppir á Lancaster mótinu en hann keppti einnig á mótinu í fyrra. Vonandi mun honum ganga vel á mótinu. Hægt er að fylgjast með mótinu á youtube auk þess sem hægt er að sjá úrslitin á heimasíðu Lancaster Archery.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.