
Lancaster Archery Classic bogfimimótið verður haldið daganna 23-26 janúar 2020 í Bandaríkjunum. Einn keppandi verður á mótinu frá Íslandi sem er Ólafur Ingi Brandsson og mun hann keppa á berboga. Þetta er í annað skiptið sem Ólafur keppir á Lancaster mótinu en hann keppti einnig á mótinu í fyrra. Vonandi mun honum ganga vel á mótinu. Hægt er að fylgjast með mótinu á youtube auk þess sem hægt er að sjá úrslitin á heimasíðu Lancaster Archery.