Keppni í NM ungmenna í fullum gangi, tveir Norðurlandameistarar á fyrsta degi og fleiri væntanlegir

Keppni á Norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi er í fullum gangi eins og er í Larvik Noregi. Stór hópur Íslendinga er að keppa á mótinu og fyrsti keppnisdagur mótsins var í dag og gekk ótrúlega vel. Maria Kozak (berbogi U18 kvk) og Patrek Hall Einarsson (langbogi U18 kk) unnu til einstaklings Norðurlandameistaratitla í dag. Íslensku keppendurnir tryggðu sér tólf verðlaun til viðbótar á mótinu, fimm þeirra munu keppa í gull úrslitum (um Norðurlandameistaratitilinn) í beinni útsendingu á sunnudaginn.

Hvað er að gerast?

  • Norðurlandameistaramót ungmenna í bogfimi (NUM)
  • Larvik Noregi
  • 29 júní til 2 júlí
  • 32 keppendur og 28 fylgdarfólk, samtals 60 frá Íslandi (Team Iceland)
  • Haldið árlega
  • Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Noregs opnaði mótið.

Hvað gerðist í dag?

  • Undankeppni allra keppnisgreina og aldursflokka (berboga, sveigboga, trissuboga og langboga)
  • Allir einstaklingsleikir í berboga og langboga (einnig gull úrslitaleikirnir)
  • Allir einstaklingsleikir í sveigboga og trissuboga (nema gull úrslit þeirra sem verða á sunnudaginn)

Hvernig gekk Team Iceland í dag?

  • Tveir einstaklings Norðurlandameistaratitlar komnir í hús
    • Maria Kozak – berbogi U18 kvenna
    • Patrek Hall Einarsson – berbogi U18 karla
  • Fimm tryggðu sig í gull úrslitaleiki einstaklinga í beinni útsendingu sem verða á sunnudaginn
  • Ísland vann ein silfurverðlaun og 7 brons verðlauna í einstaklingsgreinum til viðbótar við það.
  • Töluverður fjöldi Íslandsmeta var slegin (við erum enþá að reyna að telja þau öll en líklega yfir 20 Íslandsmet 😅😅)
  • Næstum helmingur Íslensku keppendanna vann til einstaklingsverðlauna á mótinu (14 af 32)

Hvaða keppendur unnu til verðlauna fyrir Ísland (Team Iceland) í dag á Norðurlandameistaramótinu?

  • Patrek Hall Einarsson – Norðurlandameistari (Gull) í einstaklingskeppni Langboga U18 karla
  • Maria Kozak – Norðurlandameistari (Gull) í einstaklingskeppni berboga U18 kvenna
  • Kató Guðbjörns – Silfur í einstaklingskeppni berboga U16 kvenna
  • Þórir Freyr Kristjánsson – Brons í einstaklingskeppni berboga U18 karla
  • Heba Róbertsdóttir – Brons í einstaklingskeppni berboga U21 kvenna
  • Auðunn Andri Jóhannesson – Brons í einstaklingskeppni berboga U21 karla
  • Kaewmungkorn Yuangthong – Brons í einstaklingskeppni trissuboga U21 karla
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – Brons í einstaklingskeppni trissuboga U21 kvenna
  • Ísar Logi Þorsteinsson – Brons í einstaklingskeppni trissuboga U18 karla

Hvaða Íslendingar munu keppa um einstaklings Norðurlandameistaratitla (gullið) í beinni útsendingu á sunnudaginn? 

  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – einstaklings gull úrslit sveigboga kvenna U21
  • Sámuel Peterson –  einstaklings gull úrslit trissuboga karla U21
  • Eowyn Marie Mamalias – einstaklings gull úrslit trissuboga kvenna U21
  • Ragnar Smári Jónasson – einstaklings gull úrslit trissuboga karla U18
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – einstaklings gull úrslit trissuboga kvenna U16
  • (Þau hafa öll unnið til einstaklings verðlauna fyrir Ísland, það er bara spurning um endanlega litinn 😉)

Hvað er að gerast næst?

  • Laugardagur: Útsláttarleikir og úrslitaleikir í liðakeppni.
    • Íslendingar eru taldir líklegir til að taka þó nokkurn fjölda af verðlaunum í liðakeppni m.v. stöðu Íslensku liðana eftir undankeppni mótsins.
  • Sunnudagur: Gull úrslit einstaklinga í sveigboga og trissuboga flokkum í beinu streymi.

Eftir að mótinu er lokið að fullu munum við skrifa ítarlegri fréttir um gengi hvers keppanda fyrir sig og gengi Team Iceland í heild sinni á Norðurlandameistaramótinu. En eins og eðlilegt má teljast með þetta stóran hóp keppenda er um gífurlega margar niðurstöður að ræða sem koma til á mjög stuttum tíma í mörgum keppnisgreinum og aldursflokkum (og en fleiri úrslit á leiðinni strax í fyrramálið 😊). Því er ómögulegt að gefa öllu umfjöllun við hæfi með skömmum fyrirvara, en flott að birta eina snögga samantektar frétt af því helsta fyrir þá sem vilja fylgjast með (áður en það er tími til að fara að sofa og endurtaka annan langan keppnisdag á mótinu (keppni í dag var um 12 klst))

Hér verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá gull úrslita leikjum einstaklinga á sunnudaginn

Mögulegt er að fylgjast finna bein streymi frá öðrum hlutum af mótinu og úrslitum þess á:

https://www.youtube.com/@ArcheryTVIceland/streams

https://www.ianseo.net/Details.php?toId=13753

Nánari fréttir síðar