Kató Guðbjörns átti ansi árangursríkt fyrsta Norðurlandameistaramót ungmenna í Larvik Noregi síðustu helgi (30 júní-2 júlí).
Kató tók silfrið í einstaklingskeppni berboga U16, sló Íslandsmetið í berboga U16 með 461 stig og sló landsliðsmet í berboga U16 liðakeppni með skorið 1241 stig ásamt liðsfélögum sínum Baldri Freyr Árnasyni og Degi Ómarssyni. En liðið endaði í 5 sæti eftir að þau voru slegin út af Noregi í 8 liða úrslitum.
https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-HqswWPp/A
Vert er að geta að Íslandsmetið sem Kató sló í berboga U16 átti Kató frá Íslandsmóti ungmenna í júní. Metið var 204 stig frá árinu 2020, Kató tvöfaldaði það nánast á Íslandsmóti ungmenna með skorið 413 og bætti það svo aftur á NM ungmenna mánuði síðar með skorið 461 stig.
Í útsláttarkeppninni vann Kató leikinn í 8 manna úrslitum gegn Hedda Moe Torvik frá Noregi örugglega 6-0 og átti svo harðann bardaga við Karen Emilie Evensen frá Noregi í 4 manna úrslitum (undanúrslitum) en Kató náði sigrinum 6-4 og komst því í gull úrslita leikinn. Í gull úrslitaleiknum sigraði Amelia Reinwalds frá Svíþjóð leikinn gegn Kató 6-0 og Kató hreppti því silfrið á sínu fyrsta NM ungmenna.
Samantekt af niðurstöðum og árangri Kató af NM ungmenna:
- Silfur í berboga U16 kvenna
- Íslandsmet í berboga U16 kvenna – 461 stig
- 5 sæti í liðakeppni berboga U16 (unisex)
- Landsliðsmet berboga U16 (unisex) – 1241 stig
Semsagt mjög árangursrík helgi hjá Kató, sem keppir með Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi.
https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-n6JrV7C/A
Nánari upplýsingar um Norðurlandamótið og gengi Íslands er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: