Izaar Arnar Þorsteinsson í íþróttafélaginu Akri vann Íslandsmeistarmótið í bogfimi í berbogaflokki í dag. Í gull úrslitum keppti Izaar gegn Auðunn Andri Jóhannesson úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði. Þar vann Izaar örugglega 6-0 og greip en annan titilinn í berboga, en hann hefur hreppt nokkra slíka á síðustu árum. Sigurður Sæmundsson einnig úr ÍF Akur hreppti brons verðlaunin á mótinu.
Izaar tók einnig við bikar frá Bogfimisambandi Íslands þar sem hann var valinn berboga karla ársins 2021.
Íslandsmeistaramótið er haldið 26-27 nóvember 2021 í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2, Reykjavík. Keppt var í trissuboga og berboga flokkum í dag og á sunnudaginn mun keppendur í sveigboga keppast um sína titla.
Á Íslandsmeistaramótum er keppt í þrem bogaflokkum, trissuboga, berboga og sveigboga. Flestir keppendur keppa aðeins í einum bogaflokki og hægt að hugsa um muninn á milli þeirra svipað og handbolta, körfubolta og blak. Þetta eru allt boltaíþróttir þar sem hendur eru notaðar en flestir stunda aðeins eina af þeim. Einnig halda tvö efstu lið í kvenna og karla áfram í gull úrslit og einnig tvö efstu blönduð lið keppa einnig í gull úrslitum (mixed team).
Hægt er að finna heildarúrslit, dagskrá og tengt mótinu í skorskráningarkerfinu ianseo hér á ianseo.net
Sýnt var beint frá úrslitum dagsins í dag á Archery TV Iceland youtube rásinni hér https://www.youtube.com/watch?v=tK-6bqokdM4 og einnig verður sýnt beint frá mótinu á morgun í sveigboga á sömu youtube rás.