Izaar Arnar Þorsteinsson með fimmta Íslandsmeistaratitilinn utandyra í röð og Íslandsmet

Izaar Arnar Þorsteinsson kom sá og sigraði allt sem hann mögulega gat á Íslandsmeistaramótinu utandyra í bogfimi sem haldið var helgina 15-16 júlí á Hamranevelli í Hafnarfirði. Izaar fór heim með tvo Íslandsmeistaratitla og Íslandsmet.

Izaar vann Íslandsmeistaratitilinn í berboga karla flokki fjórða árið í röð, en Izaar á lengstu óbrotnu sigurröð Íslandsmeistaratitla karla í sögu íþróttarinnar.

Izzar vann einnig fyrsta Íslandsmeistaratitilinn óháðan kyni utandyra, sem gerir þá fimmta utandyra titil Izaars í röð. Slíkum Íslandsmeistaratitlum var bætt við m.a. til þess að gefa konum og körlum tækifæri að keppa sín á milli og svo að keppendur sem eru skráðir kynsegin hafi tækifæri á því að keppa um titla.

Viðbót Íslandmeta fyrir þriðju kynskráningu og formleg viðbót á Íslandsmeistaratitlum óháðum kyni

Izaar sló einnig Íslandsmetið í berboga karla með skorið 540. Metið var áður 531 stig og hefur staðið frá árinu 2019 og var í höndum annars en Izaars. Því væri í raun ekki rangt að segja að Izaar sé besti berboga karl í sögu íþróttarinnar.

https://bogfimi.smugmug.com/%C3%8Dslandsmeistaram%C3%B3t-%C3%BAti-2023-Nationals-outdoor-2023/i-gM5WDfb/A

Hægt er að finna nánari upplýsingar um Íslandsmeistaramótið á vefsíðu Bogfimisambands Íslands

Sjö Íslandsmeistarar krýndir níu titlum á Íslandsmeistaramóti í Hafnarfirði