Izaar Arnar Þorsteinsson í Íþróttafélaginu Akri var valin Berbogamaður BFSÍ árið 2023. BFSÍ veitti viðurkenninguna fyrsta árið sem sambandið starfaði og Izaar hefur hreppt titilinn öll árin (2020, 2021, 2022 og 2023). Valið fer fram á hlutlausann veg byggt á útreikningi árangurs keppenda á árinu á innlendum og erlendum mótum.
Það kom líklega fáum á óvart að Izaar yrði fyrir valinu aftur á þessu ári þar sem að hann hefur leitt sína keppnisgrein á Íslandi frá árinu 2020.
Frá árinu 2020-2023 hafði Izaar unnið 7 Íslandsmeistaratitla í röð. En sú sigurröð var brotin á árinu þar sem Izaar náði ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn innandyra í mars.
- Íslandsmeistari karla utandyra 4 ár í röð (frá 2020-2023)
- Íslandsmeistari karla innandyra 3 ár í röð (frá 2020-2022)
Izaar vann einnig fyrsta Íslandsmeistaratitil óháðan kyni í berboga utandyra, en formlegum titli í þeirri keppni var bætt við á árinu 2023, meðal annars til þess að koma á móts við kynsegin íþróttfólk og til að búa til vettvang þar sem að konur og karlar geta keppt gegn hvert öðru formlega.
Izaar var skráður til keppni á Evrópumeistaramótið innandyra á árinu í Samsun Tyrklandi. Izaar var talinn ágætlega líklegur til að komast í úrslit með berboga karla liðinu á EM. En því miður var EM aflýst þegar þjóðarsorg var lýst yfir í Tyrklandi vegna náttúruhamfara sem gengu yfir landið nokkrum dögum fyrir EM. Jarðskjálftahrina reið yfir landið, þar sem fleiri en 50.000 manns fórust og öllum viðburðum því aflýst í landinu.
Izaar er skráður til keppni á EM innandyra 2024 í Króatíu og verður gaman að fygljast með hvernig honum gengur þar.
Izaar lauk einnig þjálfarastigi 2 (WACL2) á vegum alþjóðabogfimisambandsins World Archery á námskeiði sem BFSÍ skipulagði með styrk frá Ólympíusamhjálpinni.
Hér fyrir neðan er hægt að finna nokkrar fréttir um árangur Izaars á árinu.
Izaar Arnar Þorsteinsson með fimmta Íslandsmeistaratitilinn utandyra í röð og Íslandsmet
Mikið um óvæntar niðurstöður á Íslandsmeistaramótinu um helgina
Formlega lýkur tímabili fyrir mót sem notuð eru til tölfræðilegs útreiknings 30 nóvember, en þar sem að síðasta mót sem gæti haft áhrif á tölfræðilega valið lauk 19 nóvember var ákveðið að birta lokaniðurstöðurnar tölfræðinnar eins fljótt og mögulegt var.