Íþróttasálfræði fyrirlesturinn á laugardaginn verður haldinn í Bogfimisetrinu og fjarfundar valmöguleika bætt við

Fyrirlesturinn er miðaður á íþróttafólk og þjálfara en er einnig frábær til upplýsinga fyrir stjórnendur félaga og foreldra yngri iðkenda. Fyrirlesturinn er um 2×40 mínútur með 10 mínútna pásu á milli og endar á umræðu og spurningum. Helgi Valur Pálsson íþróttasálfræðingur mun halda fyrirlesturinn fyrir BFSÍ laugardaginn 5 september kl 11:30-13:00 í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2, 104 Reykjavík. Öllum í aðildarfélögum BFSÍ er velkomið að sitja fyrirlesturinn og ekkert gjald er fyrir að taka þátt í fyrirlestrinum.

Helgi vill helst halda fyrirlesturinn í persónu og fá að hitta fólkið, en vegna Covid höfum við bætt við fjarfundar möguleika fyrir þá sem vilja frekar mæta rafrænt, eru í áhættuhópi eða komast ekki á staðinn. Það er mjög mikilvægt fyrir þá sem mæta að virða reglur sóttvarnaraðgerða nánari upplýsingar á https://www.covid.is/ og í bogfimi.is greininni hér fyrir neðan.

Uppfærðar Covid reglur – Uppfært 28.08.2020

Endilega skráið ykkur sem fyrst. Hlökkum til að sjá ykkur. (ef einhverjar spurningar vakna hafið samband við BFSÍ bogfimi@bogfimi.is)

Photo: https://baysidesportsblog.wordpress.com/2017/07/18/understanding-the-role-of-sports-psychology/

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.