Íþróttafólk Ársins 2019

Íþróttakona ársins 2019 bogfimi

Guðbjörg Reynisdóttir 19 ára í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði var valin íþróttakona ársins í bogfimi.

Guðbjörg byrjaði í bogfimi fyrir um 4 árum af því að henni fannst gaman að skjóta boga eða eins og hún myndi segja það sjálf „Hverjum finnst ekki gaman að skjóta af boga duh“. Hún keppir í berboga flokki sem er bogi án miðs eða aukabúnaðar.

Guðbjörg endaði í 4 sæti á EM U21 í víðavangsbogfimi í Slóveníu í október eftir að tapa brons leiknum á móti breskum keppanda. Ítalía og Svíþjóð tóku gull og silfur á mótinu. Guðbjörg skoraði hæsta skor mótsins í riðlakeppninni af öllum konum í opnum flokki og U21, þrátt fyrir að slasa sig og þurfa sökum þess aðstoð við að sækja örvarnar. Þetta var í fyrsta sinn sem Guðbjörg keppti í víðavangsbogfimi þar sem sú íþróttagrein er nýleg á Íslandi.

Guðbjörg tók 2 silfur á norðurlandamótinu í ár en hún tók titilinn í fyrra og hefur verið að keppa þar við Svíana um topp sætið. Svíþjóð er ein af tvemur sterkustu þjóðum í berboga ásamt Ítalíu.

Guðbjörg sló 4 Íslandsmet á árinu tvisvar í opnum flokki og tvisvar í U21 flokki. Ásamt því að vera efsta konan í öllum innlendum mótum á árinu sem hún keppti í. Guðbjörg vann Íslandsmeistaratitlilinn utandyra og innandyra í opnum flokki berboga kvenna á árinu. Ásamt því að taka báða titlana í U21 flokki. Hún gerði hið sama í fyrra.

Guðbjörg mun keppa á HM U21 í víðavangsbogfimi og norðurlandamótinu á næsta ári þar líklegt er að hún muni standa sig vel.

Íþróttamaður ársins 2019 bogfimi

Guðmundur Örn Guðjónsson (Gummi) 37 ára í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi var valinn íþróttamaður ársins í bogfimi. Gummi byrjaði í bogfimi fyrir 7 árum.

Gummi vann Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga og var eini Íslendingurinn sem vann alþjóðlega hluta Íslandsmótsins.

Gummi er efstur á heimslista af Íslendingum í báðum bogaflokkum en það er mjög sjaldgæft að íþróttamenn keppi í báðum greinum. Gummi er heimsþekktur innan íþróttarinnar fyrir að vera með einstakann skotstíl, en hann heldur öfugt í strenginn.

Gummi vann silfur í sveigboga á Evrópuleikum 30+ (European Master Games) á Ítalíu í júní, Ítalía tók gull og Indland brons. Hann vann einnig brons í víðavangsbogfimi á sama móti á eftir Ítalíu og Frakklandi sem tóku gull og silfur. Hann var einnig í 3 sæti í undankeppni trissuboga á því móti.

Á Evrópubikarmótinu í Rúmeníu sem var undankeppni um sæti á Evrópuleikana var hann nálægt því að vinna sæti á Evrópuleikana. Gummi keppti á HM í Hollandi sem var einnig undankeppni um sæti á Ólympíuleikum en náði því miður ekki langt þar.

Gummi var fyrir skömmu að slá Íslandsmetið í sveigboga innandyra í nóvember með skorið 582 af 600 mögulegum stigum sem hefði sett hann í topp 10 sæti í undankeppni á síðasta EM ef hann hefði skorað metið þar.

Hægt er að sjá gull keppnir af helstu mótum sem Íslands keppir á Archery TV Iceland youtube rásinni.

Lágmarksfjölda atkvæða (50) í kosningu um íþróttamann ársins var ekki náð. Því féll ákvörðun  bogfiminefnd ÍSÍ. Ólafur og Guðmundur sögðu sig frá ákvörðunartöku þar sem báðir voru tilnefndir í kosningu. Niðurstöður úr kosningu voru samþykktar einróma. Guðmundur var með 77% atkvæða sem höfðu borist og næsti á eftir var með 19%.

Archery.is mun halda tilrauna kosningu um ungmenni ársins í bogfimi í desember þar sem það eru mörg ungmenni sem eru búin að standa sig vel á árinu er vert að viðurkenna það. Sú kosning verður opin öllum.