Íþróttafólk Ársins 2017 Bogfimi

Íþróttafólk árins 2017 í bogfimi hefur verið valið í opinni kosningu.

Hér fyrir neðan eru úrslitin.

Íþróttakona ársins í bogfimi: Helga Kolbrún Magnúsdóttir

Helga átti nokkur frábær afrek á þessu ári, ásamt því að slá Íslandsmetið í undankeppni trissuboga kvenna og jafna það met 3 sinnum á árinu. Hún sló einnig Íslandsmetið í útsláttarkeppni trissuboga kvenna og sló 3 Íslandsmet í liðakeppni. Helga vann Gull í einstaklingskeppni og Brons í blandaðri liðakeppni á Smáþjóðaleiknum í San Marínó. Og 4 Gull til viðbótar á World Master Games. Helga situr núna í 103 sæti á heimslista og í 40. sæti í Evrópu. Helga var í 33. sæti á HM í Mexíkó í Október og svo má áfram telja þar sem afrekalistinn hennar er langur.
https://worldarchery.org/athlete/14414/helga-kolbrun-magnusdottir

Íþróttamaður ársins í bogfimi: Guðmundur Örn Guðjónsson

Guðmundur sló 9 Íslandsmet í bæði trissuboga og sveigboga flokki. Guðmundur er einn af fáum sem keppir í báðum flokkum á heimsvísu og hefur vakið mikla athygli alþjóðlega vegna þess og vegna undarlegs skotstíls. Hann keppti um einu einstaklings medalíuna sem Ísland keppti um í karla flokki á Smáþjóðaleiknum ásamt því að keppa um brons í bæði trissuboga og sveigboga liðakeppni á sama móti. Guðmundur er iðnasti keppandinn fyrir Ísland og því úrslita listinn langur. Í trissuboga er Guðmundur í 125. sæti á heimslista og 53. sæti á evrópulista, í sveigboga er hann í 244. sæti á heimslista og top 100 á evrópulista.
https://worldarchery.org/athlete/14413/gudmundur-orn-gudjonsson

Bogfiminefnd ÍSÍ hefur yfirfarið kosninguna og atkvæði og staðfest að hún væri rétt.
Í heildina voru 57 gild atkvæði.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá heildar dreifingu atkvæða í kosningunni.

Hægt er að sjá nánar um kosningu og tilnefningar bogfiminefndarinnar 2017 hér
http://bogfimi.is/kosning-um-ithrottafolk-arsins-2017-thitt-atkvaedi-skiptir-mali/