ICECUP Janúar 2018 nýtt tímabil hefst

Fyrsta IceCup (einnig kallað Íslandsbikarinn) var haldið 7 janúar síðastliðinn.

Úrsliting af Janúar mótinu er hægt að finna hér

http://ianseo.net/Details.php?toId=3566

Hér eru úrslitin með forgjöf.

Rúnar Þór Gunnarsson var aðeins 3 stigum frá því að slá Íslandsmetið í Masters flokki (E50), met sem að faðir hann Gunnar Þór Jónsson á í dag. Rúnar verður fimmtugur á þessu ári og þar sem aldur miðast við árið sem keppendi fæðist er þetta fyrsta sinn sem hann hafði tækifæri á að slá met faðir síns út. Miðað við skorin hans Rúnars frá síðasta ári ætti hann að fara létt með það, allavega þar til að Gunnar er búinn að komast yfir axla meiðsl sem eru búin að plaga hann í langann tíma. Þá verður áhugavert að fylgjast með feðgunum keppast um Íslandsmetin.

Guðbjörg Reynisdóttir sló en og aftur ÖLL metin innandyra í berboga kvenna, U18, U21 og Opinn flokk. Hún átti öll metin frá því á lokamóti IceCup í fyrra í Desember þar sem skorið hennar var 326 stig. Á IceCup í Janúar sló hún öll metin með skorinu 349.

Astrid þurfti að hætta keppni þar sem hún var búin að vera að eiga við smávægileg axlar meiðsl og vildi ekki halda áfram og gera þau verri. Sem er góð ákvörðun, það er aldrei gott að ýta líkamanum lengra en hann vill fara. Langtímaskaði getur valdið því að ekki er hægt að keppa nokkurtíma aftur. Hlustið því á líkamann ykkar, hann lætur ykkur vita ef þið eruð að ofgera ykkur.

Með forgjöf í Sveigboga vann Sigríður Sigurðardóttir. Hún var mjög hiss á því að þar sem að hún var ekki með hæsta skorið án forgjafar, en það er sá sem bætir sig mest sem vinnur, það er tilgangurinn með forgjafarkerfinu. (hún kvartaði ekki þegar það var útskýrt fyrir henni)

Með forgjöf í Trissuboga vann Rúnar Þór Gunnarsson Gullið,

Íslandsbikarinn er forgjafarmót þar sem þeir sem hækka sig mest í skori eru líklegastir til að vinna.

Mótið er almennt haldið fyrsta Sunnudaginn í hverjum mánuði og er öllum frjálst að taka þátt alstaðar af landinu.

Hægt er að finna upplýsingar um dagsetningar, reglur og annað um IceCup efst í mótalistanum hérna á hægri hönd.