Íþróttafólk ársins 2016 valið af bogfiminefnd ÍSÍ.

Íþróttafólk Bogfiminefndar ÍSÍ var valið með kosningu í Bogfiminefndinni.

Tillögur um íþróttafólk ársins voru ræddar af bogfiminefndinni, svo var kosning um þá sem voru tilnefndir.

Það var gert á þennan veg á þessu ári vegna þess að bogfiminefndin var komin í tíma þröng með að skila svari til ÍSÍ fyrir deadline-ið sem var 19. Desember og það rétt svo náðist að skila inn niðurstöðum og upplýsingum sem þurfti 2 klukkutímum áður en skrifstofa ÍSÍ lokaði 19. Desember.

Í framtíðinni mun Bogfiminefndin stíga fyrr í sporin og fá formlega tilnefningar frá formönnum íþróttafélagana og klára kosningu með góðum fyrirvara fyrir lokadagsettninguna svo að þetta komi ekki upp aftur.

Íþróttakona ársins var valin Astrid Daxböck

Astrid Daxböck

Astrid hefur stundað bogfimi frá árinu 2013 og er fyrsta manneskjan á Íslandi að ná þeim árangri að komast á top 100 listann hjá heimssambandinu og er núna í 93 sæti, það gerðist eftir að hún endaði í 17.sæti á Evrópumeistarmótinu í sumar hæst Íslendinga. Astrid er einnig í 42 sæti á Evrópulistanum. Astrid lenti einnig í 9 sæti á heimsbikarmótinu og 17 sæti á heimsmeistaramótinu á þessu ári  Astrid er ein af aðeins 3 manneskjum í heiminum sem keppir í báðum bogaflokkum, sveigboga og trissuboga, á alþjóðlegum mótum. Það er langur listi af keppnum sem hún keppti í erlendis árið 2016 og hún sló besta árangur Íslands á öllum þeim mótum. Astrid hefur sett sér það markmið að ná Ólympíusæti í bogfimi fyrir Ísland fyrir Ólympíuleikana Tokyo 2020.

astrid-daxbock astrid-dax

Íþróttamaður ársins var valinn Þorsteinn Halldórsson

Þorsteinn Halldórsson

Þorsteinn byrjaði í bogfimi árið 2013 og var einn af aðeins 5 Íslendingurinn til að vinna sér inn sæti á Ólympíumót fatlaðra þar sem hann endaði í 17.sæti í bogfimi. Þorsteinn vann brons medalíu á Ólympíukvótasætis keppninni í Tékklandi þar sem hann tryggði sér sæti til Ríó 2016 ásamt því að slá Íslandsmetið í para flokki trissuboga karla. Sú medalía er fyrsta medalía sem Ísland hefur unnið á alþjóðlegu stórmóti á vegum heimssambandsins hinngað til. Ásamt því var það í fyrsta skipti sem Ísland hefur náð keppanda inn á Ólympíumót fatlaðra eða Ólympíuleika í bogfimi. Þorsteinn er núna í 69.sæti á para heimslistanum og ætlar sér að komast í top 20 í para flokki á næsta ári með stífri keppnisáætlun. Markmið Þorsteins er einnig að vinna sér inn sæti aftur fyrir Ísland á Paralympics í Tokyo 2020 og komast í top 10 sætin eða hærra næst.

thorsteinn-halldorsson thorsteinn-halldorsson-2

Útslátturinn frá Paralympics Rio 2016, Þorsteinn Halldórsson ICELAND VS Kevin Polish USA

Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur keppir fyrir Ísland í bogfimi á Ólympíumóti fatlaðra eða Ólympíuleikum