Langbogafélagið Freyja

Haust æfingarplan Langbogafélagsins Freyju (LF Freyja)
9. september 2024 – 21. desember 2024

Innanhúsæfingar Freyju eru haldnar í Bogfimisetrinu (Dugguvogi)
Mánudagar: 19:00 – 21:00
Miðvikudagar: 19:00 – 21:00 (æft er með víkingafélaginu Rimmugýgi)
Laugardagar: 11:00 – 13:00

Þessar æfingar eru bæði fyrir byrjendur á langboga en einnig þá sem hafa verið að skjóta áður.
Æfð verða undirstöðuatriðin í bogfimi og einnig lært að keppa, ekki þarf að koma með sinn eigin boga eða örvar þó við mælum með að fólk kaupa sinn eigin búnað sjálft.

Félagsgjaldið er 6.000 kr.
Tímabilið er 1. september – 31. ágúst

Verð fyrir æfingar á mánuði: 10.500 kr.
Verð fyrir æfingar ásamt mánaðarkorti í bogfimisetrið: 18.500 kr.

Þegar þú skráir þig sem félagi hjá Freyju færð þú:
Mánaðarkort í Bogfimisetrinu á 8.500 kr. í stað 15.000 kr.
Leyfi til að eiga boga.
Keppa á mótum hérlendis og erlendis.

Hlökkum til þess að sjá ykkur

UPPLÝSINGAR UM FÉLAGIÐ

Langbogafélagið Freyja er staðsett í Dugguvogi 42, 104, Reykjavík (hét áður Dugguvogur 2).

Í stjórn Langbogafélagsins Freyju sitja eftir síðustu kosningar 2024.
Haukur Hallsteinsson Formaður
Guðmundur Guðjónsson Meðstjórnandi
Magnús Ásgeirsson Varaformaður

freyja@archery.is

Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn 16.03.2025 í Bogfimisetrinu kl: 21:00 og var boðaður hér á vefsíðu félagsins.

Eins og hefðin er þá er næsti aðalfundur boðaður strax eftir að síðasta lauk og næsti aðalfundur verður haldinn 15.03.2026 í Bogfimisetrinu kl. 21:00.

Árgjaldið í Langbogafélagið Freyju er 6.000.kr fyrir þá sem eru á 18 ári eða eldri. (þeir sem greiða árgjaldið eru fullir meðlimir og geta greitt atkvæði á aðalfundum og keppt fyrir félagið á mótum).

Kt: 470214-2280
Rn: 0331-26-004780

Með fyrirvara um villur.

Langbogafélagið Freyja

Allir félagsmenn og iðkendur félagsins skulu fylgja siðareglum ÍSÍ. Þeir sem stjórn LF Freyju telur að fari ekki eftir lögum eða reglum félagsins verður vikið úr félaginu og/eða meinuð aðild að félaginu í samræmi við lög þess. En “batnandi fólki er best að lifa” og þeir sem hafa bætt sína hegðun og siði (þar sem það er viðeigandi/mögulegt) má stjórn endurskoða að geti fengið aðild að félaginu að nýju.

LANGBOGAFÉLAGIÐ FREYJA Félagalög – Samþykkt aðalfundur 2025.03.16