Ísold Alba sló Íslandsmet í fyrsta skipti sem hún keppti á móti!

Ísold Alba Zahawi sló Íslandsmetið með töluverðum mun í berboga kvenna U16 á Bogfimisetrið Youth Series mótinu í September. Metið var 375 stig og Ísold skoraði 438 stig á sínu fyrsta móti!

Á Október mótinu sem var annað mótið sem hún hefur keppt á á ævinni og sló hún Íslandsmetið í berboga kvenna U16 aftur núna með gífurlegum mun með skorið 496.

Ísold er 12 ára og byrjaði í bogfimi í sumar, ekki búin að vera lengi í íþróttinni og strax búin að finna sér góðann sess.

Hún á sér greinilega bjarta framtíð í berboga og er talin líkleg til að taka Íslandsmetið í U18 flokki líka en það met á núna Guðbjörg Reynisdóttir.