Þá er Íslandsmótinu í Bogfimi utanhúss 2016 lokið.
Mótið gekk almennt vel, það var ágætis vindur til vinstri en samt mjög stöðugur vindur yfir daginn, það var sólskin og blíða og einhverjir sem sólbrunnu, líklega næst besta veður sem við höfum haft á Íslandsmóti utanhúss hinngað til. Mótið gekk aðeins hægar fyrir sig en gert var ráð fyrir í skipulagi og var mjög stutt æfing áður en undankeppnin hófst.
Tjaldið sem skotstjórarnir og dómararnir sátu í fauk niður seinni part dags á meðan Sveigbogaflokkarnir voru að keppa, þar sem það hafði ekki verið hælað nóg of vel niður miðað við vindinn.
Skotklukkan fraus nokkrum sinnum en hafði sem betur fer ekki mikil áhrif á keppendur.
Íslandsmeistarar eru eftirfarandi eftir boga og aldursflokkum.
Sigurjón Sigurðsson. Sveigbogi Karla opinn flokkur
Daníel Sigurðsson. Trissubogi Karla opinn flokkur
Astrid Daxböck. Sveigbogi Kvenna opinn flokkur
Helga Kolbrún Magnúsdóttir. Trissubogi Kvenna opinn flokkur
Steinþór Guðjónsson. Sigtislausir Bogar (barebow) opinn flokkur
Ingólfur Rafn Jónsson. Sveigbogi Karla Byrjendaflokkur
Arnar Þór Sveinsson Trissubogi Karla Byrjendaflokkur
Daníel Örn Snorrason. Trissubogi Karla u-18
Þorsteinn Ivan Bjarkason. Sveigbogaflokkur karla u-15
Stutt útskýring á hvernig mótið fer fram, í undankeppninni er skotið 72 örvum þar sem mögulegt hámarksskor er 720 stig (heimsmetið í sveigboga er 699 og í trissuboga 718) Trissubogaflokkarnir skjóta á 50 metrum á 80 cm stóra skífu, sveigbogaflokkarnir (ólympískur bogi) skjóta á 70 metrum á 122.cm stóra skífu.
Eftir að undankeppninni er lokið er búið að raða mönnum upp fyrir útsláttarkeppnina með skorinu sem var skotið í undakeppninni, sá sem er í 1 sæti keppir við þann sem er í 8 sæti og sá sem er í 2 sæti keppir við þann sem er í 7 sæti og svo framvegis þar til að allir hafa verið slegnir út nema einn og það er Íslandsmeistarinn.
Úrslitin úr undankeppni voru eftirfarandi.
Sveigbogaflokkur karla.
- Sigurjón Atli Sigurðsson 603 stig
- Guðmundur Örn Guðjónsson 581 stig
- Haraldur Gústafsson 533 stig
- Carlos Gimenez 515 stig
- Ragnar Þór Hafsteinsson 482 stig
- Jón Gunnarsson 482 stig
- Tómas Gunnarsson 403 stig
- Þorsteinn Hjaltason 398 stig
Sveigbogaflokkur kvenna.
- Astid Daxböck 450 stig
- Sigríður Sigurðardóttir 335 stig
- Guðný Gréta Eyþórsdóttir 244 stig
Trissubogaflokkur karla
- Daníel Sigurðsson 663 stig (Íslandsmet)
- Guðjón Einarsson 661 stig (Íslandsmet)
- Kristmann Einarsson 647 stig
- Carsten Tarnow 639 stig
- Guðmundur Örn Guðjónsson 632 stig
- Valur Pálmi Valsson 595 stig
- Gunnar Þór Jónsson 585 stig
Trissubogaflokkur kvenna
- Helga Kolbrún Magnúsdóttir 659 stig (Íslandmet)
- Margrét Einarsdóttir 641 stig
- Astrid Daxböck 613 stig
Sigtislausir bogar
- Steinþór Guðjónsson 204 stig.
Byrjendaflokkur karla sveigbogi
- Tryggvi Einarsson 388 stig
- Björgvin S. Loftsson 292 stig
- Ingólfur Rafn Jónsson 194 stig
- Maciej Stepien 181 stig
Byrjendaflokkur karla trissubogi
- Snorri Hauksson 571 stig
- Arnar Þór Sveinsson 554 stig
- Rúnar Þór Gunnarsson 521 stig
- Maciej Stepien 512 stig
Trissubogi u-18 karla
- Daníel Örn Snorrason 396 stig
- Keegan Johann Browne 316 stig
Sveigbogi u-15 karla
- Þorsteinn Ivan Bjarkason 469 stig
Eftir útsláttarkeppnina var staðan svona. (nánari framvindu mála í útsláttarkeppninni er hægt að sjá á myndunum fyrir ofan)
Sveigbogaflokkur karla.
- Sigurjón Atli Sigurðsson Gull
- Guðmundur Örn Guðjónsson Silfur
- Ragnar Þór Hafsteinsson Brons
- Jón Gunnarsson
- Carlos Gimenez
- Haraldur Gústafsson
- Tómas Gunnarsson
- Þorsteinn Hjaltason
Sveigbogaflokkur kvenna.
- Astid Daxböck Gull
- Sigríður Sigurðardóttir Silfur
- Guðný Gréta Eyþórsdóttir Brons
Trissubogaflokkur karla
- Daníel Sigurðsson Gull
- Guðjón Einarsson Silfur
- Carsten Tarnow Brons
- Valur Pálmi Valsson
- Guðmundur Örn Guðjónsson
- Kristmann Einarsson
- Gunnar Þór Jónsson
Trissubogaflokkur kvenna
- Helga Kolbrún Magnúsdóttir Gull
- Astrid Daxböck Silfur
- Margrét Einarsdóttir Brons
Sigtislausir bogar
- Steinþór Guðjónsson Gull
Byrjendaflokkur karla sveigbogi
- Ingólfur Rafn Jónsson Gull
- Tryggvi Einarsson Silfur
- Björgvin S. Loftsson Brons
- Maciej Stepien
Byrjendaflokkur karla trissubogi
- Arnar Þór Sveinsson Gull
- Snorri Hauksson Silfur
- Maciej Stepien Brons
- Rúnar Þór Gunnarsson
Trissubogi u-18 karla
- Daníel Örn Snorrason Gull
- Keegan Johann Browne Silfur
Sveigbogi u-15 karla
- Þorsteinn Ivan Bjarkason Gull