Bogfimifélagið Boginn styður árangur 225.000.kr fyrir Paralympics farann þeirra.

Bogfimifélagið Boginn stærsta bogfimifélagið á landinu en byrjaði aðeins árið 2012. Boginn er með styrktar plan upp á árangur hjá keppendunum sínum sem keppa á erlendum grundvelli.

Hver keppandi sem keppir fyrir hönd Bogans á alþjóðlegum mótum getur sótt um að fá 50.000.kr styrk á ári til að fara í keppnir eða æfingarbúðir erlendis. Hvort sem árangri er náð eður ei. Þetta er góð hvatning fyrir félagsmennina okkar til þess að fara að keppa erlendis, læra, æfa og bæta sig.

Fyrir medalíu á stórmóti á vegum WorldArchery eða heimsálfusambanda þess (worldarchery europe, asia, america osvfr) veitir Boginn 200.000.kr styrk til þeirra sem keppa fyrir félagið og vinna sér inn medalíu.

Þorsteinn Halldórsson vann fyrstu alþjóðlegu Para medalíu fyrir Íslandi í Tékklandi þegar hann keppti þar um Paralympics sæti. Hann vann sér inn sæti á paralympics og vann brons medalíu í þokkabót. Fatlaðir á Íslandi búnir að stunda bogfimi í 37 ár, síðan 1979. Þetta er besti árangur Íslendings í keppni yfirhöfuð, ekki bara í Para heldur yfirhöfuð. Besta árangurinn átti áður Helga Kolbrún Magnúsdóttir í Compound Kvenna á Heimsbikarmótinu í Marrkech þar sem hún endaði í 4.sæti.

Boginn styður einnig þá sem ná árangri á mótum með því að greiða þeim 5.000.kr fyrir hvern útslátt sem þeir vinna þegar þeir keppa fyrir félagið.

Þar sem Þorsteinn vann 5 útslætti í heildina í báðum keppnunum.

1. medalía 200.000.kr

5 útslættir 5*5.000.kr = 25.000.kr

Samtals 225.000.kr fyrir Þorstein

Styrkurinn ætti að vera nægur til að borga allan kostnaðinn fyrir Þorstein að fara á mótið og jafnvel að eiga smá afgang til að bæta búnaðinn sinn líka.

Formaður Bogans Guðmundur Örn Guðjónsson sagði þegar hann var spurður um þetta.
“Þegar við bjuggum til þetta styrktar program bjuggumst við ekki við því að nokkur maður myndi vinna medalíu á næstu árum fyrir Bogann eða Ísland þar sem við erum svo nýbyrjuð í þessari íþrótt. Þetta kom okkur skemmtilega á óvart og sýnir hvað við getum gert þegar við styðjum við bakið á íþróttafólkinu okkar og sýnum þeim að árangur er verðlaunaður. Við vonum að þessi árangur haldi áfram og við förum að raða medalíunum inn fyrir Ísland. Við vonum líka að sjóður félagsins sé nægilegur til að halda áfram að styðja við bakið á okkar besta bogafólki ;)”

Þorsteinn keppir næst á Paralympics í September. Hægt er að fylgjast með mótinu á worldarchery.org.

https://worldarchery.org/news/141277/16-paralympic-places-awarded-nove-mesto

https://worldarchery.org/competition/15337/czech-target-2016-paralympic-qualification-tournament

Rio 2016 Paralympics BRA flag 10.09.16 / 17.09.16 Details
Czech Target 2016 CZE flag 11.06.16 / 20.06.16 Details