Íslandsmóti Innanhúss 2015 er núna lokið.

Íslandsmóti Innanhúss 2015 í Bogfimi er núna lokið.

Keppnisformið er eins og venjulega, keppt er í 3 bogaflokkum Ólympískum Sveigboga, Trissuboga og Langboga, skotið er á 18 metrum innandyra á 40 cm skotskífur. Keppt er í kvenna og karla flokkum.

Mótið tók 2 daga og var haldið í nýja Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2 í Reykjavík. Undankeppnirnar (ranking) voru haldnar Laugardaginn 18.04 og Úrslitakeppnirnar Sunnudaginn 19.04.

Mótið gekk ágætlega fyrir sig, nokkur smávægileg vandamál komu upp vegna mótshaldara sem hættu vegna of mikils álags.
Við vonum að fleiri komi að því að aðstoða við hald mótsins í framtíðinni svo að álaginu sé betur dreift og þetta komi ekki upp aftur, þeir sem vilja aðstoða við mótshald á Íslandsmótum geta haft samband við okkur hjá archery@archery.is

Slegin voru nokkur Íslandsmet, þar með talið í undankeppni Sveigbogaflokks kvenna, metið var áður 501 af 600 mögulegum en það voru 2 konur sem skoruðu yfir því Íslandsmeti á þessu móti, Astrid Daxböck 519 stig og Ólöf Gyða Svansdóttir 528 stig. Þannig að það eru búnar að vera miklar framfarir í kvennaflokkum í bogfimi síðustu 2 ár og komin ágætishópur af stúlkum sem keppa.

Daníel Sigurðsson varð Íslandsmeistari í bæði Langboga og Trissuboga sem er frábær árangur, ásamt því var hann einnig með hæsta skorið í undankeppninni í báðum flokkum.

Mótið er líka búið að vera góð upphitun fyrir heimsmeistaramótið í Bogfimi sem verður í Danmörku 23. Júlí en Ísland er að senda 11 þáttakendur á mótið og færri komust að en vildu fara þar sem hámarksþáttaka frá hverri þjóð á heimsmeistara móti er 12 manns. Við vonum að bogafólkinu okkar gangi sem best á mótinu og komi jafnvel til baka með eina eða 2 medalíur 🙂

Endanleg úrslit eru eftirfarandi í Fullorðinsflokkum (opnum flokkum)  Sveigboga, Trissuboga og Langboga.

Sveigbogi Kvenna

Astrid Daxböck Íslandsmeistari

Ólöf Gyða Svansdóttir Silfur

Gyða Dröfn Hannesdóttir Brons

Sveigbogi Karla

Sigurjón Atli Sigurðsson Íslandsmeistari

Tómas Gunnarsson Silfur

Izzar Arnar Þorsteinsson Brons.

Trissubogaflokkur Karla

Daníel Sigurðsson Íslandsmeistari

Guðjón Einarsson Silfur

Carsten Tarnow Brons

Trissubogaflokkur Kvenna

Helga Kolbrún Magnúsdóttir Íslandsmeistari

Margrét Einarsdóttir Silfur

Astrid Daxböck Brons

Langbogi Karla

Daníel Sigurðsson Íslandsmeistari

Guðmundur Örn Guðjónsson Silfur

Björn Halldórsson Brons

Langbogi Kvenna

Margrét Einarsdóttir Íslandsmeistari

Helga Kolbrún Magnúsdóttir Silfur

Astrid Daxböck Brons.

 

Til hamingju til allra hvort sem þeir sigruðu eður ey. Framför er stærsti sigurinn, og bogfimi fer fram á hverju ári.

Þakkir til mótshaldara Bogfiminefndar ÍSÍ og þeirra sem réttu fram aðstoðarhendur á meðan mótið stóð.

Kveðja Bogfiminefnd ÍSÍ
Guðmundur Örn Guðjónsson Varaformaður
Hlynur Freyr Þorgeirsson Ritari
Haraldur Gústafsson meðstjórnandi