Íslandsmótið utanhús fór framm dagana 25, 26 og 27 júlí og var samkeppnin hörð að þessu sinni
Íslandsmótinu í Bogfimi lauk í gær 27. júlí eftir mikla keppnis helgi.
Mótið var haldið í Leirdalnum í Grafarholti, þetta er í fyrsta skipti sem Íslandsmótið hefur verið haldið þar.
Mótinu var skipt í 3 bogaflokka Trissuboga, Sveigboga og Langboga.
Langbogakeppnin var haldin á Föstudag, Sveigbogakeppnin á Laugardaginn og keppninni lauk á Sunnudaginn með Trissubogaflokknum.
Mótið fer þannig fram að 72 örvum er skotið í undankeppni til að ákvarða hvar keppendur lenda í útsláttarkeppni. Í útsláttarkeppninni er það keppandi á móti keppanda og aðeins einn getur haldið áfram, það er gert þar til aðeins einn er eftir og er hann Íslandsmeistari.
Nýtt félag tók þátt að þessu sinni Bogfimifélagið Álfar frá Akureyri sem er nýlega komið inn í ÍSÍ
Mótið gekk vel fyrir sig og voru bestu veður aðstæður sem hafa verið nokkurtíma á Íslandsmóti utanhúss, enda sást það á skorinu, alls voru slegin 10 Íslandmet á mótinu, öll Íslandsmetin í fullorðinsflokkum voru slegin í öllum bogaflokkum og flest Íslandsmetin í yngri flokkunum.
Óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn.