Íslandsmeistaramótið Utanhúss 2017 Upplýsingar og Skráning

Íslandsmeistarmótið Utanhúss 2017 í bogfimi verður haldið helgina 15-16. júlí í Leirdal í Reykjavík (Þorláksgeisla 51, 113 Reykjavík).

JA.IS KORT ÞORLÁKSGEISLI 51

Information in English for foreign club competitors can be found here. http://archery.is/events/iceland-archery-open-outdoor-2017/

Upprunalega var áætlað að halda mótið á Sauðárkróki en Bogfiminefndin var nokkrum dögum of sein að bóka svæðið eftir áramót og það var búið að bóka svæðið fyrir fótbolta á þessum tíma.

Íþrótta og Tómstundaráð Reykjavíkurborgar er nýbúið að staðfesta að Íþróttafélagið Freyja fær Bogfimisvæðið í Leirdal afhent í sumar til æfinga og keppni og því passaði það flott þar sem Bogfiminefndin hafði ekki fundið annað svæði. Eitt Íslandsmeistarmót utanhúss hefur áður verið haldið á svæðinu.

Ef eitthvað skyldi koma upp á og ekki er hægt að halda Íslandsmótið í Leirdal mun Íslandsmótið utanhúss vera haldið á Stóra Núpi við Selfoss á glæsilegu bogfimisvæði sem Gunnar Þór í Boganum hefur verið að vinna í að setja upp á sínu landi. (þar sem nýlega er búið að staðfesta Leirdals svæðið fannst okkur vit í að vera með backup plan)

Áætlað er að Íslandsmótið Utanhúss 2018 verði haldið hjá Skaust á Austulandi. Það er þegar byrjað að finna og bóka svæði fyrir 2018.

Hérna fyrir neðan eru upplýsingar um Íslandsmótið Utanhúss 2017.

SKRÁNINGU Á ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ VERÐUR LOKAÐ 1.JÚLÍ. (2 VIKUM FYRIR MÓTIÐ)

Það er gert svo að tími gefist í að skipuleggja mótið, fjölda skotmarka, tímasettningar flokka, rafræn skor skráning og svo framvegis.

Skráningar sem eru gerðar EFTIR að búið er að loka skráningu þarf að senda á mot@bogfimi.is og þurfa þeir einstaklingar að borga tvöföld keppnisgjöld. (okkur fannst það sanngjarnara að láta þá borga tvöföld keppnisgjöld sem skrá sig of seint, frekar en að neita þeim að keppa)

JA.IS KORT

Allir eru hvattir til að taka þátt, mótið er gert til að hafa gaman af því 🙂

Nýliðar eru sérstaklega velkomnir, fólkið sem heldur mótið er mjög hjálpsamt og allir ánægðir að sjá nýtt fólk vera með. Ekki hafa áhyggjur af því að kunna ekki allar reglurnar það er fólk á svæðinu sem aðstoðar nýtt fólk.

Þeir sem eiga ekki boga sjálfir geta fengið lánaðan viðar-húsboga og örvar hjá Bogfimisetrinu gegn 7.000.kr gjaldi sem er svo endurgreitt þegar búnaðinum er skilað 🙂

Hér er hægt að finna bráðabirgðaskipulag fyrir mótið. ATH Það getur verið að einhverjar tímasetningar breytist lítillega út frá fjölda keppenda en dagsetningar haldast.

ICEOUT17 schedule_v1

Við munum nota Ianseo skorskráningarkerfi WorldArchery á Íslandsmótinu Utanhúss eins og við gerðum í Mars á Íslandsmeistarmótinu Innanhúss með frábærum árangri. Allir aldurs- og bogaflokkar verða með rafræna skráningu á þessu móti.

Vinsamlegast sækjið skorskráningar appið og hafið það tilbúið í símanum. Það heitir Ianseo Scorekeeper Lite og er hægt að finna hér https://play.google.com/store/apps/details?id=net.ianseo.scorekeeperlite

Uppfærðar upplýsingar og niðurstöður úr mótinu verður hægt að nálgast á http://www.ianseo.net/Details.php?toid=2876

Aldursflokkar eru.
Opinn flokkur (allur aldur)
E-50 (50 ára á árinu og eldri) Master
U-21 (20 ára á árinu og yngri) Junior
U-18 (17 ára á árinu og yngri) Cadet
U-15 (14 ára á árinu og yngri) Nordic Cadet (engin útsláttarkeppni, hæsta skor vinnur, efstu 3 fá gull silfur og brons, allir fá þáttöku verðlaun)
Byrjendaflokkur (yfir 21 árs sem eru að taka þátt í fyrsta skipt á Íslandsmeistarmóti innanhúss)

Aldurinn miðast við árið sem einstaklingurinn er fæddur, ekki við fæðingardaginn.

Bogaflokkar eru:
Sveigbogi
Trissubogi
Berbogi (sigtislausir bogar)
(Ath enginn útsláttur er hjá sigtislausum bogum, hæsta skorið í undankeppni sigrar. Allir berbogar keppa á fullri skífustærð semsagt skorsvæði 1-10 80cm skífa)

Keppnisvegalengdir eru eftirfarandi:

Sveigbogi:
Opinn flokkur og U-21(Junior) 122cm skífa á 70 metrum.
Byrjendaflokkur, U-18 (Cadet) og E-50(Master) 122cm skífa á 60 metrum.
U-15(Nordic Cadet) 122cm skífa á 40 metrum.

Trissubogi:
Opinn flokkur, Byrjendaflokkur, U-21(Junior), U-18(Cadet) og E-50(Master) eru allir á 80cm skífu á 50 metrum.
U-15(Nordic Cadet) 122cm skífa á 40 metrum

Berbogi:
Allir flokkar 80cm skífa 30 metrar.

Liðakeppni

Á þessu Íslandsmeistaramóti verður í fyrsta sinn hægt að taka þátt í liðakeppni. Þetta er tilraunaverkefni og við ætlum að sjá hvernig það tekst á þessu móti, safna okkur smá reynslu og gera svo mögulega breytingar á forminu á framtíðar mótum.
Formið er svona: 3 manneskjur í liði. Kyn og aldur skipta ekki máli. Liðið verður að vera frá sama íþróttafélagi og í sama bogaflokki. (t.d frá Skaust gæti verið Haraldur, Guðný og Þorsteinn Ivan úr U-15 flokknum)
Fólk má velja sig saman í lið.
Að þessu sinni verður það aðeins heildarskor liðsins úr undankeppni sem ræður úrslitum um hver sigrar.

Á næsta Íslandsmeistaramóti innanhúss munum við bæta við útsláttarkeppni í liða. Liðakeppnin fer þá fram á sömu fjarlægðum og skífu stærðum og Opinn flokkur (Senior).

Þeir sem vilja keppa í liðakeppni geta skráð sig í hana í skráninguni. Hvert félag má vera með fleiri en eitt lið í hverjum bogaflokki (t.d í Boganum gæti verið Gummi, Guðjón og Astrid lið 1 í trissuboga og líka Rúnar, Margrét og Gaby í liði 2 osvfr)

Aðrar upplýsingar

Ef erlendir einstaklingar sem hafa ekki búið á Íslandi í 3 ár vilja taka þátt á mótinu verða haldnar 2 útsláttarkeppnir (en aðeins ein undakeppni fyrir bæði mótin). Þeir sem skrá sig á Íslandsmeistaramótið eru sjálfkrafa skráðir á Iceland Archery Open mótið ef það eru erlendir þáttakendur (það þarf ekki að skrá sig tvisvar). Mótinu er bara skipt upp á þennan hátt þegar erlendir einstaklingar vilja taka þátt í mótinu. Hægt er að sjá ítarlegri upplýsingar um það á ensku hér http://archery.is/events/iceland-archery-open-outdoor-2017/

Klæðaburður á að vera snyrtilegur. Til dæmis er ekki leyfilegt að vera í felulitum (camo), ekki má vera í opnum skóm (eins og sandölum) og ekki í gallabuxum.

Ekki er leyfilegt að tjalda á vellinum, en næg tjaldsvæði og gistingarmöguleikar eru á höfuðborgarsvæðinu.

Ekkert viðbótargjald er fyrir auka bogaflokka. T.d. ef keppt er í sveigboga og trissubogaflokkum er samt aðeins greitt eitt gjald.

Ef þig vantar einhverjar viðbótar upplýsingar um mótið eða aðstoð við skráningu á mótið endilega hafðu samband við formann Bogfiminefndar ÍSÍ president@archery.is. Við viljum fá sem flesta á mótið 🙂