21 einstaklingur eru áætlaðir til þátttöku fyrir Ísland á Evrópumeistaramóti innandyra í bogfimi í Laško í Slóveníu 13-20 febrúar næstkomandi. Þetta er stærsti hópur sem Ísland hefur sent á Evrópumeistaramót til dags.
Að hluta til er það vegna þess að á EM innandyra er keppt bæði í U21 og Opnum flokki (fullorðinna), á síðasta Evrópuþingi var einnig tekin ákvörðun um að bæta við berbogaflokki í fyrsta sinn. Því er mun stærra mengi af keppendum sem hægt er að senda á EM innandyra en önnur HM/EM. Almennt er bara keppt í einum aldursflokki á öðrum HM/EM og því hámarks þátttaka þar væri 12 keppendur en 36 væri hámarks þátttaka á EM innandyra (með U21 og berboga viðbótinni). Þó er vert að geta að ekki er heimilt að keppa í mörgum aldursflokkum á sama móti skv. reglum WorldArchery (WA).
Mynd af Íslenska hópnum á heimsbikarmóti innandyra 2014 í Marrakech Marokkó sem er með þátttöku meiri mótum Íslands í fjölda sem til eru myndir af.
50 þjóðir eru aðilar að Evrópusambandinu og geta tekið þátt á EM. Gert er ráð fyrir ágætu gengi Íslands á þessu móti, sérstaklega í liðakeppni, þar sem gert er ráð fyrir því að mörg lið muni komast í úrslit eða fjórðungsúrslit mótsins miðað við tölfræði fyrri móta. Sérstaklega er vert að horfa til liða í trissuboga kvenna U21 og opnum flokki (fullorðinna). Talið er mögulegt að bæði lið gætu komist í undanúrslit mótsins og gætu jafnvel krækt í verðlaun á EM, en það mun fara eftir dagsformi keppenda.
Yfirlitsmynd yfir salinn á HM innandyra 2016 í Ankara Tyrklandi
Þó að erfitt sé að draga línu um það hvaða einstaklingar eru líklegir til að ná langt á mótinu, er hægt að áætla að helstu einstaklingar sem vert er að fylgjast með væru Marín Aníta Hilmarsdóttir, Nói Barkarsson, Guðbjörg Reynisdóttir og allar trissuboga konurnar okkar í U21 (Anna, Freyja og Sara). Líklegt telst að þau eigi möguleika á því að komast í fjórðungsúrslit eða hærra á mótinu. En það mun jú einnig fara eftir dagsformi. Við förum keppum og kíkjum á niðurstöðurnar þegar mótinu er lokið 😉
Eftirfarandi þátttakendur eru áætlaðir til þátttöku á mótinu:
Sveigbogi karla einstaklingar og lið
- Haraldur Gústafsson – Skotfélag Austurlands (Skaust) – Egilstöðum
- Dagur Örn Fannarsson – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
- Oliver Ormar Ingvarsson – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
Sveigbogi kvenna
- Guðný Gréta Eyþórsdóttir – Skotfélag Austurlands (Skaust) – Egilstöðum
- Astrid Daxböck – Bogfimifélagið Boginn – Kópavogur
Sveigbogi U21 kvenna
- Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
- Marín Aníta Hilmarsdóttir – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
Trissubogi karla einstaklingar og lið
- Alfreð Birgisson – Íþróttafélaginu Akur – Akureyri
- Gummi Guðjónsson – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
- Albert Ólafsson – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
Trissubogi U21 karla einstaklingar og lið
- Nóam Óli Stefánsson – Bogfimifélaginu Hróa Hetti – Hafnarfirði
- Nói Barkarsson – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
- Daníel H. Baldursson – Skotfélag Austurlands (Skaust) – Egilstöðum
Trissubogi kvenna einstaklingar og lið
- Ewa Ploszaj – Bogfimifélagið Boginn – Kópavogi
- Astrid Daxböck – Bogfimifélagið Boginn – Kópavogi
- Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir – Bogfimifélagið Boginn – Kópavogi
Trissubogi U21 kvenna einstaklingar og lið
- Anna María Alfreðsdóttir – Íþróttafélaginu Akur – Akureyri
- Sara Sigurðardóttir – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
- Freyja Dís Benediktsdóttir – Bogfimifélaginu Boganum – Kópavogi
Berbogi kvenna
- Guðbjörg Reynisdóttir – Bogfimifélaginu Hróa Hetti – Hafnarfirði
Heimssambandið að búa til myndband um Gumma Guðjónsson ISL og hans skotstíl sem er einstakur í heiminum, á HM innandyra í Ankara Tyrklandi 2016
Þrátt fyrir að meirihluti iðkunar í bogfimi á Íslandi sé innandyra, vegna veðufars. er þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í EM innandyra í bogfimi. Um helmingur keppenda er að taka þátt í sínu fyrsta HM/EM. Helstu ástæður þess að Ísland hefur ekki áður tekið þátt á EM innandyra, en verið reglulegur þátttakandi á öðrum HM/EM í íþróttinni, er meðal annars að viðburðurinn er oft óhagkvæmari fyrir keppendur af nokkrum ástæðum s.s.:
- Erfitt getur verið að komast í lokakeppni (útláttarkeppni) innandyra móta þar sem aðeins top 32 einstaklingar halda áfram en á utandyra mótum halda top 104 keppendur áfram eftir undankeppni. Því eru almennt aðeins þeir allra bestu sem leggja för sína á EM innandyra og margar þjóðir meina sínum keppendum að taka þátt nema þeir séu að ná óeðlilega háum viðmiðum.
- Skipulag EM innanhúss er þannig að ekki er mögulegt fyrir keppendur að keppa í báðum bogaflokkum og iðnustu þátttakendur BFSÍ síðasta áratug hafa verið einstaklingar sem keppa í bæði trissuboga og sveigboga, og hafa því frekar miðað á þátttöku í utandyra mótum þar sem mögulegt er að keppa í báðum flokkum.
- Staðsetningar mótana á síðasta áratug hefur verið þannig að kostnaður mótana hefur verið hærri á EM innandyra en á mörgum öðrum viðburðum og þeir sem hafa haft áhuga á þátttöku hafa almennt hætt við vegna kostnaðar
- Aðeins eru gefin stig á heimslista fyrir stór alþjóðleg mót utandyra
- EM innandyra 2021 var aflýst vegna Covid, en þar var áætlað að senda þátttakendur
Mest af þessu var áður en Bogfimisamband Íslands (BFSÍ) var stofnað. Á þeim tíma lá allur kostnaður tengt þátttöku í landsliðsverkefnum á keppendum og þeim voru því gefnar frjálsari hendur með að velja landsliðsverkefni sem þeir tóku þátt í. BFSÍ kemur nú að einhverju leiti á móti kostnaði þátttakenda í áhersluverkefnum BFSÍ, sem eru meðal annars HM/EM, og því verið að stýra keppendum í þau verkefni þar sem BFSÍ er líklegast til að ná árangri í heild sinni í íþróttinni.
Astrid Daxböck ISL vs Laura Longo ITA í lokakeppni trissuboga kvenna á HM innandyra í Ankara Tyrklandi 2016
Aðildarfélög BFSÍ eru 11 samtals dreifð um landið. 75-80% af aðildarfélögum BFSÍ senda a.m.k. einn keppanda á Íslandsmót BFSÍ árlega (tölur fyrir heimsfaraldur 2020) og því hægt að segja að góð virkni sé í mótaþátttöku meirihluta aðildarfélaga BFSÍ. Fjögur af virkustu bogfimifélögunum í innlendri mótaþátttöku eiga keppendur í landsliðum BFSÍ á EM innandyra.
Áhugverð tölfræði er að fjöldi skráninga á Íslandsmót BFSÍ og fjöldi Íslandsmeistaratitla per aðildarfélag hefur almennt fylgt vel hlutfalli iðkenda sem skráðir eru í hvert aðildarfélag.
Viðtal við Íslenska keppendur á HM 2016 tengt aukningu þátttöku Íslands á alþjóðlegum viðburðum frá árinu 2014, sem kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir heimssambandinu sem hafði ekki séð mikla þátttöku frá Íslandi fyrir þann tíma.
Íþróttastjóri BFSÍ kynnti fyrir nokkru síðan á stjórnarfundi áherslu landsliðsverkefni BFSÍ á árinu 2022 og áætlaða þátttakendur á þeim úr landsliðshópum 2022. Þau helstu eru:
- EM innandyra í Slóveníu í febrúar
- EM ungmenna (U21) innandyra í Slóveníu í febrúar
- EM utandyra í Þýskalandi í júní (einnig fyrsta undankeppni um þátttökurétt á Evrópuleika)
- EM ungmenna (U21 og U18) utandyra í Bretlandi í ágúst
2022 verður EM ár í áherslum. Við vonum að heimsfaraldurinn hafi sem minnst áhrif á skipulag mótana 2022 og þátttöku þeirra sem ætla að fara, eins og gerðist síðustu tvö ár. 2020 var öllum alþjóðlegum mótum aflýst og á árinu 2021 náði BFSÍ aðeins að senda fjóra þátttakendur samtals á öll HM/EM á árinu vegna Covid. Ef það er tekið til samanburðar við að 21 eru skráðir til þátttöku á eitt af fjórum EM á næsta ári gefur það góða mynd á hve mikil áhrif heimsfaraldurinn hefur haft í afreksstarf BFSÍ.