Þorsteinn Halldórsson keppti í compound flokki karla. Ekki nóg með það að finna sér inn brons medalíu í Continental qualification keppninni eftir hetju baráttu úr 19 sæti í ranking í 3 sæti!! í þeim part keppninnar, vann hann sér líka inn sæti á Paralympics í Río í September og komst í top 100 í Para athlete ranking hjá Worldarchery. Hann er núna í hundraðasta sæti í heiminum í Para og mun hækka vel á þeim lista eftir Paralympics í sept.
Þorsteinn var í 50 sæti í undankeppninni (qualification) í Czech target keppninni og vann svo vann einn útslátt á móti Paolorossi frá Argentínu og tapaði svo fyrir Zubar frá Rússlandi og endaði í 33.sæti.
Continental qualification keppnin er keppni um sæti á Paralympic og einungis þjóðir sem eru ekki búnar að vinna sér inn sæti á paralympics mega keppa í.
Í þeirri keppni var Þorsteinn í 19.sæti í undakeppninni (qualification)
og keppti fyrst á móti Yuhaizam frá Malasíu sem hann rétt marði með einu stig í útsláttarkeppninni.
Eftir það var enginn vafi og hann skaut niður Paolorossi (aftur) með yfirburðar 6 stiga mun
Næstur í röðinni var Mat Saleh frá Malasíu og það var enginn vafi þar, Þorsteinn vann hann með 4 stigum.
Í semi finals (SF) útslættinum um það hver keppir um Gull og hver keppir um Bronz mætti Þorsteinn Rodriguez Gonzalez (15.sæti á Para heimslistanum) frá Spáni en tapaði þeim leik með 8 stiga mun.
Það var ekki endirinn á því þar sem Þorsteinn keppti þá um Bronz medalíunum og vann Morten Johannessen frá Norgei með 2 stiga mun og varð því fyrsti Íslendingurinn til að vinna sér inn sæti á Paralympics og fyrsti Íslendingurinn til að vinna sér inn medalíu á Alþjóðlegu Para stórmóti á vegum Worldarchery.
Hægt er að sjá nánari framvindu mála hér fyrir neðan þar sem við tókum saman allar upplýsingarnar um flokinn sem Þorsteinn keppti í, skorin í öllum útsláttum osfrv.