Ísar Logi Þorsteinsson í 5 sæti á Evrópubikarmóti ungmenna

Ísar Logi Þorsteinsson endaði í 5 sæti í liðakeppni og 9 sæti í einstaklings keppni í U18 flokki á Evrópubikarmóti ungmenna sem haldið var í Catez Slóveníu í síðustu viku.

https://bogfimi.smugmug.com/European-Youth-Cup-Cates-2023/i-KsfWHKv

Í blandaðri liðakeppni (mixed team 1kk+1kvk) þá keppti Ísar ásamt liðsfélaga sínum Aríönnu Rakel Almarsdóttir á móti Hollandi í 8 liða úrslitum. Ísar og Aríanna stóðu sig flott í leiknum en hann endaði með sigri Hollands 143-137

Þetta er annað erlenda landsliðsverkefni sem Ísar tekur þátt í en hann tók fyrst þátt á Norðurlandameistaramóti ungmenna árið 2022 þar sem hann vann til silfur verðlauna. Ísar er svo áætlaður til þátttöku á Evrópubikarmóti ungmenna í júní og NM ungmenna í júlí á þessu ári.

https://bogfimi.smugmug.com/European-Youth-Cup-Cates-2023/i-757q6vs/A

https://bogfimi.smugmug.com/European-Youth-Cup-Cates-2023/i-WVLxpHz

Evrópubikarmót ungmenna (EBU) var haldið í Catez í Slóveníu 1-6 maí. Sex keppendur voru að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu í trissuboga.

Ýmsar staðreyndir um mótið:

  • 228 keppendur frá 24 Evrópuþjóðum voru að keppa á mótinu samtals ásamt 50 fylgdarfólki.
  • Keppt er í U18 og U21 flokki í trissuboga og sveigboga
  • Af 24 þjóðum unnu 13 þjóðir til verðlauna á mótinu.
  • Ísland vann ein verðlaun á mótinu í trissuboga kvenna liðakeppni U21 og endaði í 11 sæti m.v. heildar medal standings úr öllum keppnisgreinum.
  • Allir Íslensku keppendurnir komust í 16 liða og/eða einstaklings úrslit á mótinu.
  • Ísland átti flesta keppendur allra landa í trissuboga U21 kvenna 8 manna úrslitum (þrjár frá Íslandi, tvær frá Ítalíu og ein frá Lúxemborg/Króatíu/Hollandi)
  • Ísland var með 3 lið á mótinu:
    • Trissuboga U21 kvenna lið (3 kvk) : Silfur
    • Trissuboga U21 mixed team (1 kk + 1 kvk) : 6 sæti
    • Trissuboga U18 mixed team (1 kk + 1 kvk) : 5 sæti
  • Þetta er í annað sinn sem Ísland tekur þátt á EBU og er m.a. í fyrsta sinn á sem:
    • Ísland vinnur til liðaverðlauna
    • Ísland keppir um einstaklings verðlaun
    • Karl keppir fyrir Ísland á EBU
    • (það er mjög mikið af fyrsta árangri þar sem þetta er aðeins annað mótið sem Ísland tekur þátt)
  •  Íslandsmet sem slegin á mótinu:
    • Landsliðsmet U21 mixed team útsláttarkeppni 147 (var 137)
    • Landsliðsmet U21 mixed team undankeppni 1284 (var 1252)
    • Trissuboga U21 kvenna útsláttarkeppni var jafnað (Þórdís 137-137)
  • Myndir af mótinu er hægt að finna á smugmug BFSÍ

Næst á dagskrá hjá Íslenskum keppendum er Veronicas Cup World Ranking Event í Kamnik í Slóveníu sem hefst 11 maí. Seinna Evrópubikarmót ungmenna verður svo haldið 3-11 júní.