Indriði Ragnar Grétarsson.

Þú heitir?
Indriði Ragnar Grétarsson

Við hvað starfaðu?
Sölumaður

Menntun þín?
 Trésmiður

Hvað ertu gömul/gamall og hvaða stjörnumerki ertu?
 37, Bogmaður     

Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?  
Bý á Sauðárkróki en er úr sveit á Snæfellsnesi

Uppáhalds drykkurinn? 
Vatn

Ertu í sambandi?
Já- giftur

Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
Síðan 2007
Í hvaða bogfimifélagi ertu?
Skotfélagið Ósmann, Umf Tindastóll og Formaður Bogveiðifélag Íslands

Hver er þín uppáhalds bogategund?
Trissubogi

Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
Trissubogi Diamond Marquis 2008.  56 drag pund.. Camo litur

Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni? 
Ekkert sérstakt

Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?
Koma bogfimi inn í skólanna þá fyrst tel ég að við fáum krakka og unglinga í sportið og halda kynningar fyrir héraðssambönd og sérstaklega sveitafélög þar sem þau ráða mestu þegar kemur að aðstöðu fyrir bogfimi.
Allir hópar sem eru að kynna bogfimi óháð formi  vinni betur saman, í  grunninn er þetta allt eins.

Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
Með tilkomu Bogfimisetursins jókst ástundun og áhugi mjög mikið og varð auðveldar.
Komin 2 alþjóðleg bogfimi sambönd á Íslandi  FITA (Bogfiminefnd ÍSÍ )og IFAA (Bogveiðifélag Ísland)
Þannig nú ættu allir að geta fundið eitthvað sér við hæfi er kemur að útfærslu er varðar keppni eða æfingar form.

Hver er þinn helsti keppinautur eða keppinautar? 
Ég sjálfur

Hvert er markmiðið þitt?
Að æfa meira, vantar uppá það, fá í gegn breytingar á lögum um bogaeign sem mun svo stuðla að opnara fyrirkomulagi að fólk geti eignast boga en sú barátta er búinn að standa síðan 2010 en staðan í dag kominn í ásættanleg horf þar til vopnalögin verða tekin til skoðunar og samþykkt. Auka áhuga á Valla og 3D bogfimi (Field-3D).

Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)? 
Mjög rólegur og þolinmóður.  Nautasteik með Bearnise algjört sælgæti.

Hvað er að nýjasta sem þú persónulega hefur lært í bogfimi í tækni (eða hvað ertu að prófa núna)? 
Ekkert neitt sérstak svona nýtt en hef verið að prófa FOB hringi sem kemur í staðin fyrir fjaðrir en það er eingöngu hægt að nota með felli örvahaldara á trissuboga.

Hvað er að nýjasta sem þú persónulega hefur lært í bogfimi í stillingum á búnaði? 
Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt þegar maður er fikta við hlutina en ekkert nýtt sem stendur uppúr.

Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa? 
Vera opin fyrir nýjungum og leita aðstoðar/upplýsinga  hjá hinum og þessum aðilum sem eru að stunda eða styðja við bogfimi um land allt

Dettur þér einhver önnur skemmtileg spurning sem mætti vera á þessum spurningalista?
Nei held ekki.