Ingólfur Rafn Jónsson & Tryggvi Einarsson sjá um rekstur mótsins.
Þetta er forgjafarmót og tilgangur þess er að verðlauna þá sem eru að sýna mestu framför í stigum á hverju ári, mótið sem nýliðarnir eiga mestan séns á að vinna 🙂
Reglurnar eru:
1. Þeir sem taka þátt í fyrsta skipti verða að koma með 6 skor af æfingu 60 örvar á 18 metrum á 40cm skífu (triple eða full face) vottaða af einstaklingi sem tók þátt í skorskráningu, til þess að forgjöf sé virk. En að sjálfsögðu er öllum velkomið að taka þátt hvort sé með eða án forgjafar.
2. Á hverju móti er skotið 60 örvum í heild á 18 metrum 40cm triple eða full face. Semsagt 30 örvar, 10-15 mínútur í pásu og svo aftur 30 örvar. Áætlaður tími á mótinu er um 2,5 tímar með verðlaunaafhendingu.
3. Það er ekki kvenna og karla flokkur, það keppa öll kyn saman. Það eru engir aldursflokkar eða aldurstakmörk vegna forgjafarinnar er ekki þörf á þeim.
4. Það eru 3 bogaflokkar: Sveigbogi, Trissubogi og Berbogi.
5. Verðið fyrir þátttöku á hverju móti er kr. 3.000.(þeir sem eru ekki með mánaðarkort eða svipaða áskrift í Bogfimisetrinu þurfa að greiða tímagjaldið á brautarleigu ef þeir skjóta í Bogfimisetrinu (á ekki við um þá sem eru út á landi sem skjóta á öðrum svæðum).
6. Forgjöfin reiknast svona: skorin af síðustu 6 mótum er reiknuð saman “600-(mót1+mót2+mót3+mót4+mót5+mót6)/6=forgjöfin sem bætist við skorið úr því móti sem er keppt á”. Þeir sem eru að skora yfir meðaltali enda með skor sem er hærra en 600, þeir sem skora undir meðaltali skora undir 600, þannig að það er auðvelt að fylgjast með framför 🙂 (fyrstu 6 mótin á hverju ári eru æfingarskorin sem er skilað inn fyrir þá sem eru nýjir eða síðust 6 skor frá síðasta ári fyrir þá sem hafa keppt áður)Ef tveir eð fleiri keppendur lenda í sama úrslita sæti, þá gildir hærra meðaltal skor með forgjöf. Ef það leysir ekki jafnteflið, þá gildir hver er með fleiri tíur og ef þær eru jafnar þá gildir hver er með fleiri níur.
7. Ef skorið með forgjöf endar í broti eins og 587,5 eða 587,1 verður skorið námundað upp í næstu heilu tölu, 588.
8. Félög úti á landi mega taka þátt. Þeir taka þá skor í vikunni fyrir mótið þegar þeir eru með aðgang að æfingar aðstöðu og fá vott til taka þátt í skor skráningu og staðfesta að skorið sé rétt og senda það með mynd af skorblaði og skotskífu á e-mailið hjá þeim sem um mótið sér Ingólfur Rafn J. <ingolfur.rj@archery.is>(athugið þeir sem eru út á landi taka bara eitt skor með skotklukku með nýja skotskífu, semsagt undir keppnis aðstæðum).
9. Á síðasta mótinu á árinu er veittur IceCup Bikarinn í hverjum bogaflokki. Bikarinn hreppir sá sem er með hæðsta meðalskorið með forgjöf. Að lágmarki verður keppandinn að taka þátt í 6 mótum yfir árið til að eiga möguleika á að vinna bikarinn, samtals verða 12 mót á ári, eitt í hverjum mánuði.
10. Bikarmeistarinn er valinn á þennan veg. Skorin með forgjöf af öllum mótum hjá hverjum einstaklingi fyrir sig eru lögð saman og deilt með fjölda móta sem hann keppti á. “(Mót1+mót2+mót3+….)/fjölda móta sem var keppt á=lokaskorið”. Sá sem er með hæðstu stigin er IceCup bikarmeistarinn.
11. Einungis þeir sem taka þátt í síðasta IceCup mótinu í Desember geta unnið IceCup Bikarinn.
12. Verðlaunafé verður fyrir þá sem vinna Íslandsbikarmótin í hverjum flokki. Verið er að vinna í aukalegum verðlaunum til viðbótar.
IceCup bikarmeistari 18.000.kr
Annað sæti 9.000.kr
Þriðja sæti 6.000.kr
(Verðlauna fé verður mögulega hækkað ef þátttaka er mikil).
13. Aflögu peningar sem verða til vegna mótahalds fara í að borga niður bogfimimenntun Ingólfs & Tryggva. t.d þjálfara og dómara.
14. Keppt verður í öllum bogaflokkum samtímis þannig að þeir sem keppa í mörgum flokkum verða að velja sér bogaflokk.
15. Á loka mótinu í Desember verður einnig gefin ein medalía fyrir hæsta meðal skor án forgjafar í öllum flokkum.
ATH. Ávalt er verið að vinna í endurbætur og að gera reglur skýrari. Með fyrirvara á prentvillum.
—