IceCup. Nói með íslandsmet og Óli vann sveigbogann

September Íslandsbikarinn var haldinn á Sunnudaginn síðasta og mikið fréttnæmt sem gerðist.

Í Trissubogaflokki.

Nói Barkarson sló Íslandsmetið í U18 trissuboga og vann Gullið. Metið var áður 518 og Nói átti það sjálfur, nýja metið er 520 stig.

Rúnar Gunnars kom inn með sterka frammistöðu eftir að vera búinn að breyta skotstílnum sínum með skorið 557 og Tryggvi Einars tók Brons.

Í Sveigbogaflokki

Ólafur Gíslason vann Gullið með flott skor 528, Óli loksins farinn að taka við sér aftur. Gummi Guðjóns vann silfrið með 564 stig og Ragnar Hafsteins tók brons.

Astrid Dax og Ólafur G voru bæði óvart látin hafa æfingarskotskífu í fyrstu umferðinni sem var 1 cm minni en venjulega. Það olli miklum hlátri á mótinu.

Astrid var ekki búin að skila inn 6 æfingar eða keppnisskorum fyrir sveigboga og var því ekki hægt að reikna forgjöf fyrir hana. Hún var því í 4 sæti með 504 stig.

Setjum inn nákvæm úrslit síðar.