HM fatlaðra að ljúka Þorsteinn náði ekki sæti á Paralympics

Þorsteinn er að klára keppni á HM fatlaðra í Hollandi.

https://worldarchery.org/competition/15769/s-hertogenbosch-2019-world-archery-para-championships#/entry/17481

Í undankeppni HM fatlaðra í bogfimi endaði Þorsteinn í 68 sæti af 79 með skorið 645. Hann hefði getað verið hærri en lenti greinilega í smá vandræðum í seinni umferðinni þar sem hann skaut eitt Miss sem lækkaði hann um sirka 10 sæti.

1 sæti í undankeppni var Matt Stutzman sem er einnig kallaður handalausi bogamaðurinn þar sem það vantar á hann báðar hendurnar og hann heldur á boganum með löppunum.

Þorsteinn datt út í fyrsta útslætti á móti Jere Forsberg frá Finlandi sem vann gull á Ólympíumóti fatlaðra 2012 í útslætti á móti Matt Stutzman

Þetta var fyrsta keppni um sæti á Ólympíumót fatlaðra, á næsta ári verður keppt um restina af sætunum sem eru en laus.

Heildarúrslit er hægt að finna hér.

http://www.ianseo.net/Details.php?toId=4798

https://worldarchery.org/competition/15769/s-hertogenbosch-2019-world-archery-para-championships#/qualification/CMO/individual

7 eru skráðir til keppni frá Íslandi á venjulega HM sem er haldið strax eftir HM fatlaðra á sama stað í Hollandi.

Keppni hefst þar 10 Júní og þar er einnig keppt um sæti á Ólympíuleikana. Hægt verður að fylgjast með úrslitum hér eða á Ianseo.net