Helga vann gull í liðakeppni kvenna með vinkonu okkar Sherry Gale en var óheppin í einstaklings útsláttarkeppninni og datt út í fyrstu umferðinni.
Loka úrslitin er hægt að finna hér
http://www.archery.org.au/Tournaments/National-Tournaments/2017-Australian-Open
WomensCompoundIndividualResultsAustralianOpen2017
Australian Open er haldið helgina 3-5 mars og er eitt stærsta mótið í Ástralíu.
Helga Kolbrún Magnúsdóttir er á ferðinni núna að keppa á Australian Open í Brisbane Ástralíu
Hún mun einnig keppa síðar á World Master Games á Nýja Sjálandi síðar í þessum mánuði
Í undankeppni Australian open í dag var Helga í þriðja sæti og var með Íslandsmet í trissuboga kvenna, fyrra metið var 659 og var frá síðasta Íslandsmeistaramóti utanhúss 2016. Nýja metið er 673 stig af 720 mögulegum stigum sem er töluvert hopp í skori. Þess má geta að Helga átti einnig metið sem hún sló.
Þess má geta að Íslandsmetið í trissuboga flokki karla er 661 stig og er þetta því hæsta skor sem Íslendingur hefur skorað í keppni í trissuboga yfirhöfuð.
Compound Women | 4/03/2017 | ||||||||
Level: National (WA Registered) | |||||||||
DOS: | Judge(s): | ||||||||
Archer & Placing | Club | Round | Score | 10’s/X’s | X’s | Avg | Rating | Total | |
1st | Gale, Sherry | Victor Harbor Archery Club | WA 50/720 | 684 | 38 | 13 | 9.50 | 110 | 684 |
2nd | Antonio, Shayna | Liverpool City Archers | WA 50/720 | 674 | 34 | 8 | 9.36 | 105 | 674 |
3rd | Magnusdottor, Helga | Z Visitor | WA 50/720 | 673 | 37 | 12 | 9.35 | 105 | 673 |
4th | McSwain, Madeline | Angel Archers | WA 50/720 | 672 | 32 | 12 | 9.33 | 104 | 672 |
5th | Morgan, Rachel | Tuggeranong Archery Club | WA 50/720 | 669 | 32 | 8 | 9.29 | 103 | 669 |
6th | Redman, Louise | Tuggeranong Archery Club | WA 50/720 | 667 | 29 | 9 | 9.26 | 102 | 667 |
7th | Feeney, Alexandra | Tuggeranong Archery Club | WA 50/720 | 659 | 27 | 8 | 9.15 | 99 | 659 |
8th | Jones, Niamh | Greater Hamilton Archery Inc | WA 50/720 | 655 | 23 | 7 | 9.10 | 98 | 655 |
9th | Ferris, Madeleine | Samford Valley Target Archers | WA 50/720 | 645 | 15 | 7 | 8.96 | 94 | 645 |
10th | Gan, Vivian | SOPA | WA 50/720 | 631 | 16 | 4 | 8.76 | 90 | 631 |
11st | Chen, Na | Aim Archery Club | WA 50/720 | 630 | 17 | 7 | 8.75 | 90 | 630 |
12nd | Gill, Jodi | Lismore City Archers | WA 50/720 | 620 | 17 | 7 | 8.61 | 87 | 620 |
13rd | Cheras, Kerry | Mt Petrie Bowmen Inc | WA 50/720 | 617 | 16 | 6 | 8.57 | 86 | 617 |
14th | Mills, Rhiannon | Victor Harbor Archery Club | WA 50/720 | 377 | 13 | 4 | 5.24 | 49 | 377 |
15th | Ide, Natalie | SOPA | WA 50/720 | 63 | 0 | 0 | 0.88 | 5 | 63 |
NOTES:
|
Íslandsvinurinn, besta trissuboga konan í Ástralíu og góð vinkona Helgu, Sherry Gale var í fyrsta sæti með 684 stig. Þannig að það er ekki langt í að Helga nái henni í skori og Íslands sé orðið betra en Ástralía í trisssuboga kvenna flokki hehe.
Fyrir áhugasama er hér hægt að skoða skor og fylgjast með útsláttarkeppninni sem verður á Sunnudaginn (um nóttina á Íslenskum tíma 😉 hér.
Sjá efst
http://www.archery.org.au/Tournaments/National-Tournaments/2017-Australian-Open
http://www.archersdiary.com/ViewResults.aspx?id=41c68534-b0c4-4a5e-f530-5ecd69ca4d38
https://www.facebook.com/archerysqas/?hc_ref=SEARCH&fref=nf
https://www.facebook.com/helga.kolbrun.magnusdottir
Vel gert hjá Helgu og gangi henni vel í útsláttarkeppninni á Sunnudaginn, komdu heim með medalíu fyrir Ísland 😀
Myndirnar hér fyrir neðan eru frá Helgu og eru frá æfingardögunum áður en mótið hófst.
Myndirnar hér fyrir neðan eru frá því að Áströlsku stelpurnar komu í heimsókn til Íslands til að keppa. (ég var alltaf búinn að lofa þeim að setja þær á netið en gleymdi því alltaf)
Kveðja Varaformaður Bogfiminefndarinnar Guðmundur Örn Guðjónsson