Um helgina var keppt í úrslitakeppni World Cup Indoor í bogfimi í Las Vegas í bandaríkjunum.
Einn keppandi komst í úrslita keppnina frá Íslandi Helga Kolbrún Magnúsdóttir í Trissuboga Kvenna. Eftir að stigin úr öllum keppnunum voru lögð saman var Helga í 12.sæti en hún endaði í 9 sæti í heildina og datt út í æsispennandi keppni við Lindu frá Mexíkó. Eftir fyrstu 3 loturnar munaði aðeins einu stigi á milli þeirra.
Helga náði flestum stigunum sínum í Afríku Morocco núna í lok síðasta árs þegar hún lenti í 5 sæti í þeirri keppni (hún var einnig í 4 sæti árið áður í sömu keppni)
Upplýsingarnar hér fyrir neðan eru teknar af World Archery vefsíðuni.
http://worldarchery.org/competition/14305/las-vegas-2016-indoor-archery-world-cup-stage-4-and-final
F | Sarah Holst Sonnichsen (1) | 144:142 | Sandrine Vandionant |
||
BF | Inge Van Caspel |
143:144 | So Chae Won |
||
SF | Sarah Holst Sonnichsen |
146:145 | Inge Van Caspel |
||
SF | Sandrine Vandionant |
146:145 | So Chae Won |
||
QF | Sarah Holst Sonnichsen |
147:142 | Dahlia Crook |
||
QF | Linda Ochoa-Anderson |
145:146 | Inge Van Caspel |
||
QF | Sandrine Vandionant |
145:142 | Crystal Gauvin |
||
QF | So Chae Won |
144:142 | Toja Cerne |
||
1R | Sarah Holst Sonnichsen |
143:140 | Alexandra Gallais Dutriez |
||
1R | Lexi Keller |
142:143 | Dahlia Crook |
||
1R | Linda Ochoa-Anderson |
147:143 | Helga Kolbrun Magnusdottir |
||
1R | Janine Meissner |
10 146:146 10* | Inge Van Caspel |
||
1R | Sandrine Vandionant |
140:139 | Erika Anear |
||
1R | Crystal Gauvin |
145:144 | Sarah Prieels |
||
1R | So Chae Won |
147:145 | Tanja Jensen |
||
1R | Yesim Bostan |
143:144 | Toja Cerne |
0 | |||||
10 | 10 | 10 | 30 | 0 | 147 |
10 | 10 | 10 | 30 | 0 | 117 |
10 | 10 | 9 | 29 | 0 | 87 |
10 | 9 | 9 | 28 | 0 | 58 |
10 | 10 | 10 | 30 | 0 | 30 |
0 | |||||
143 | 0 | 28 | 9 | 9 | 10 |
115 | 0 | 29 | 9 | 10 | 10 |
86 | 0 | 29 | 9 | 10 | 10 |
57 | 0 | 28 | 9 | 9 | 10 |
29 | 0 | 29 | 9 | 10 | 10 |
Heimsbikarmótaröðin innandyra eru 4 mót sem eru haldin í samstarfi við World Archery (heimsbogfimisambandið) um allann heim, eitt í Asíu, Evrópu, Ameríku og Afríku. Keppendur þurfa að taka þátt í að minnsta kosti 2 mótum af þessum 4 mótum til að eiga möguleika á því að keppa í úrslitakeppninni sem er haldin í Las Vegas. Aðeins 16 stiga hæstu keppendurnir í hverjum flokki fá að taka þátt í úrslitakeppninni. Þannig að oftar en ekki er það afrek að komast í úrslita keppnina út af fyrir sig. Aðeins er keppt er í 2 flokkum Trissuboga og Sveigboga.