Á heimsþinginu í Mexíkó verður líklega tekin upp tillaga um að fella niður innandyra heimsmeistaramót í framtíðinni. Þannig að heimsmeistarmótið innandyra í Yankton South Dakota USA árið 2018 gæti orðið síðasta innadyra heimsmeistaramótið.
Ástæðan fyrir þessu er að þáttöku tölur á heimsmeistaramótum innadyra hafa verið frekar lágar og fjöldi landa sem tekur þátt á þeim hafa ekki verið að aukast síðustu 10 ár.
Tillagan verður að vera samþykkt með atkvæðagreiðslu á heimsþinginu og það eru landssambönd hvers lands sem fær eitt atkvæði. Líklegt er að flestar Evrópuþjóðir muni greiða atkvæði gegn því þar sem þáttaka í innandyra bogfimi í Evrópu er nokkuð góð en t.d í Asíu, Afríku og Mið Ameríku skjóta þau lönd utandyra allt árið og því lítil sem enginn þáttaka á innandyra mótum frá þeim þjóðum og líklegt að þeir séu fylgjandi því að fella það niður.
Fyrsta heimsmeistaramótið innandyra var haldið í Finlandi 1991 og síðast var það haldið í Tyrklandi 2016 og er því búið að halda Innadyra heimsmeistaramót í 25 ár.
Heimssambandið mun leggja tillöguna fyrir um að fella niður heimsmeistaramótið. Þeim langar að breyta innandyra systeminu í heild sinni og það gæti verið að heimsmeistaramót innandyra myndi vera tekið upp aftur síðar í gífurlega breyttri mynd. Mögulegt er að heimsmeistaramótið inni gæti orðið svipað og endirinn á Indoor World Cup seríuni er núna, einstaklingar þyrftu að taka þátt í nokkrum öðrum innandyramótum til að vinna sér inn sæti á heimsmeistaramótið innadyra.
Þegar fréttamaður archery.is heyrði af þessari mögulegu breyting lagði hann til að ef sú breyting yrði að hafa Heimsmeistaramótið innandyra opið öllum í þáttöku en ekki bara fyrir landslið og heimsambandið tók vel í þá hugmynd þar sem þá þyrftu liðin ekki að koma frá landi en gætu verið sponseruð lið frá einhverju fyrirtæki eins og t.d Hyundai Steel sem styður á hverju ári lið sem fer til Nimes og Las Vegas á innandyra heimsbikarmót og gæti opnað möguleikann fyrir meiri fyrirtækja styrkjum inn í íþróttina þar sem það væri meiri umfjöllun um fyrirtækin, eitthvað sem er ekki hægt á núverandi heimsmeistaramóti.
Tillagan er ekki tilbúin en og verður lögð fram til skoðunar síðar á þessu ári nokkrum mánuðum fyrir heimsþingið og því vitum við ekki nákvæmlega hvernig hún lítur út en sorglegt ef að mót sem er búið að halda í meira en 25 ár dettur upp fyrir.
Það fyndna við það er að á utandyra heimsmeistaramótum á heimsambandið við öfugt vandamál að stríða, það eru of margir að taka þátt og orðið erfitt að finna útivelli sem styðja það að vera með 100 skotmörk í gangi á sama tíma (sveigbogi karla fer að nálgast þá tölu á utandyra heimsmeistaramótum fyrir Ólympíuleika)