Heimsmeistaramót 2016 Ankara Tyrklandi innanhúss

Fyrsti dagurinn.

Hótelið var mjög flott, öll skipulagning og æfingarsvæði voru frábær í alla staði, besta mót sem við höfum farið á hinngað til. Æfingarsvæðið var opið en það voru fáar þjóðir mættar á unofficial æfinguna. Eitt sem má muna í framtíðinni að plast vasarnir sem við fáum utan um ID verðum við að kaupa eða taka með okkur vasann sem við fengum á fyrra mótinu. Plast vasarnir kosta world archery 20 evrur og þeir rukka bogamenn sem gleyma sínu um 20 evrur. Ef þú ert að taka þátt í fyrsta skipti ertu ekki rukkaður um plast vasann. Á bara við um mót á vegum world archery. World championship outdoor og indoor og world cup outdoor.

Dagur 2 01.mars official practice.

Gummi var að æfa um morguninn lengst til vinstri á targeti 7 af 50, sem er kostur og galli, gallinn er að vera nálægt equipment inspection sem þýðir að það er mjög oft örtröð af fólki sem er í röð á þínu svæði, en það er stutt frá klósetunum. Gummi snéri face to face við rick van der ven og var með florian khallund fyrir aftan sig. Það voru rosalega margir sem voru áhugasamir umskotstílinn hans reverse Gummi style. Meðal annars þjálfari usa og japan sem þjálfa marga ólympíu kappa sýndu mikinn áhuga og voru mjög jákvæðir og þeir eyddu löngum tíma í að hugsa um stílinn spyrja spurninga og útskýra fyrir sínum keppendum hvernig þetta virkaði,furukawa takaharu silfur medalíu hafi á ólympíu leikunum og brady ellison horfu mjög stíft. Ásamt því voru fjölmargir aðrir sem ræddu um Gumma sín á milli. Það sást á handmálinu þó að tungumálið hafi ekki alltaf verið það sama. Skoraði 551 á æfinguni samt pínu stressaður

Hádegismatur var á keppnistaðnum,kostnaðar laust fyrir þá sem gistu á official hotelum. Fínn matur kjúlli.

Astrid æfði eftir hádegi. Hún svaf ekki mikið nótina áður en hún var samt kát en ekki hress 🙂 Það voru 2 stelpur í hjólastólum á hennar svæði og oft mikið af fólki í kringum hana. Hún er með tvemur sörum á targeti og einni von. Hope greenwood uk. Sarah prieels belgia og sarah jordan frá ástralíu. Sarah prieels var svo færð á annað target til að þær fötluðu hefðu meira pláss og væri minni örtröð. Gummi fór á team manager fundinn á meðan Astrid æfði.

Kynntumst mikið af fólki og hittum marga vini aftur og erum en að kynnast og læra. T.d lærðum við það að ef við á íslandi ætlum að halda world cup finals þurfum við að borga world archery 300.000 evrur. Og það er oftast gert í samvinnu við borgir sem að bera mestann kostnaðinn eins og ankara eða reykjavik til að auglýsa sig.

Dagur 3 qualification keppni

Gummi byrjaði um morguninn, það gekk ekkert sérstaklega vel hann var frekar stressaður af því að það voru sífellt camerur frá world archery í kringum hann að taka myndir. Endaði á því að skora 539 og lenda í 38 sæti. Sem er hæsta sæti sem íslendingur hefur náð í sveigbogakarla á heimsmeistaramóti hinngað til. Hæsta sætið áður var 55 sæti á heimsmeistaramótinu 2014 í frakklandi. Strax eftir mótið var Gummi tekinn í viðtal af world archery út af þessum einstaka skotstíl sem vakti mikla athygli og svo seinna um daginn aftur í viðtal um hina miklu framför íslands í bogfimi á síðustu 3 árum. Þessi viðtöl ættu að koma á world archery vefsíðuna innan skamms.

Eftir hádegi skaut Astrid í kvenna flokki. Fyrri umferðin gekk frekar illa það var amerísk stelpa sem var sífellt að rekast í örvamælinn hjá henni og taugarnar voru pínu spenntar, seinni umferðin gekk betur. Hún skoraði 551 stig og lenti í 25 sæti og komst í útsláttarkeppnina (32 efstu fara í úrslitakeppnina) í úrslitakeppninni lenti Astrid í 17 sæti og það er hæsta sæti sem að nokkur íslendingur hefur náð á heimsmeistaramóti. Hæsta sætið í trissuboga kvenna var áður 38 sæti á heimsmeistaramótinu 2014 í frakklandi.

Erum með haug af myndum og videoum sem við hendum inn seinna þegar við komumst í betra net samband.