Heba Róbertsdóttir varð Bikarmeistari BFSÍ í berboga 2024 með nokkuð góðri forystu 1475 stig á móti 1387 stigum Baldurs Freyr Árnasonar sem var í öðru sæti Bikarmótaraðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Heba verður Bikarmeistari.
Fjórir efstu í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2024 voru:
- Heba Róbertsdóttir 1475 stig BFB Kópavogur
- Baldur Freyr Árnason 1387 stig BFB Kópavogur
- Sveinn Sveinbjörnsson 1379 stig BFB Kópavogur
- Guðbjörg Reynisdóttir 1340 stig BFB Hafnarfjörður
Vert er að geta að tvö efstu Heba (18 ára) og Baldur (16 ára) slógu bæði Íslandsmetin í meistaraflokki á Bikarmótum BFSÍ á tímabilinu. Þannig að ansi sterkir keppendur að koma upp í íþróttinni í ungmennaflokkum sem eru búnir að yfirtaka árangur fyrri kynslóðar snemma á ferlinum. Heba er búin að vera að dragast nær og nær Evrópumetinu í U21 flokki sem er 513 stig, en besta skor Hebu í keppni hingað til var á Bikarmóti BFSÍ í janúar með 504 stig sem er einnig núverandi Íslandsmetið í meistaraflokki og U21 flokki.
Bikarmótaröð BFSÍ 2023-2024 innandyra samanstóð af fjórum Bikarmótum sem haldin voru í Bogfimisetrinu í október, nóvember, desember og janúar.
Bikarmeistari BFSÍ í hverri keppnisgrein eru þeir sem ná hæsta samanlagða árangri af þremur bestu skorum úr Bikarmóta BFSÍ á tímabilinu.
Keppt er í bikarmótum BFSÍ óháð kyni, semsagt allir á móti öllum.
Bikarmeistari BFSÍ titlinum fylgir einnig 50.000.kr í verðlaunafé, sem Heba mun án vafa nota í landsliðsverkefni sín.
Á döfinni á næstu mánuðum hjá Hebu eru:
- EM innandyra í Krótíu í febrúar
- Íslandsmeistaramót í mars
- NM ungmenna í júlí