Haraldur Gústafsson í Skotfélagi Austurlands (SKAUST) tók gullið og 3 Íslandsmet í sveigboga 50+ á Íslandsmóti Öldunga um helgina. Mótið var haldið 28 Júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.
Í gull úrslitum sveigboga keppti Haraldur á móti Alberti Ólafssyni úr BF Boganum. Þar sigraði Haraldur örugglega 6-0.
Haraldur tortímdi Íslandsmetinu í sveigboga 50+ með skorið 609 en gamla metið var 534 stig.
Þetta var fyrsta öldungamót Haraldar þar sem hann er fimmtugur á árinu.
Haraldur sló einnig 1088 stiga Íslandsmetið í tvíliðaleik sveigboga 50+ með skorið 1193 stig með Sigríði Sigurðardóttir. Og Haraldur sló liðamet sveigboga 50+ ásamt Kristjáni Guðna Sigurðssyni og Alberti Ólafssyni. Metið var 1374 og þeir skoruðu 1633.!
Sýnt var beint frá gull úrslitum á Íslandsmóti öldunga og hér fyrir neðan er hægt að sjá úrslita leik hjá Haraldi og Albert Hægt er að sjá heildarúrslit á ianseo.net