Þú heitir?
Haraldur Gústafsson
Við hvað starfaðu?
Er á milli starfa í augnablikinu þar sem ég hef verið veikur núna í rúmlega ár.
Menntun þín?
Tja ég kláraði ekki stúdentinn
Hvað ertu gömul/gamall og hvaða stjörnumerki ertu?
44 ára hrútur
Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
Ég bý á Egilsstöðum en er fæddur og uppalinn í Reykjavík.
Uppáhalds drykkurinn?
Kaffi og kannski single malt viskí,,,ekki endilega saman í glasi.
Ertu í sambandi?
Já er giftur
Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
Síðan í febrúar 2013
Í hvaða bogfimifélagi ertu?
SKAUST á Egilsstöðum
Hver er þín uppáhalds bogategund?
Sveigbogi
Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
Sveigboga, Cartel Fantom (bæði miðjan og armarnir) 32 pund
Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?
Íslandsmótið utanhúss 2013, það var fyrsta mótið sem ég fór á og stresslevelið hjá mér var mikið, en þar hitti ég allt þetta æðislega fólk og ekki var aftur snúið.
Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?
Það er kannski eitt og annað sem hægt er að gera betur en við erum alltaf að gera betur og alltaf að læra
Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
Það er hellingur sem er vel gert, og hellingur af góðu fólki sem kemur að þessu sporti og við lærum alltaf eitthvað nýtt sem svo kemur fram í góðum hlutum og brosandi bogaskyttum
Hver er þinn helsti keppinautur?
Ég sjálfur býst ég við, en ég er í laumi að reyna að verða betri en hann Bastian á Eskifirði 😀
Hvert er markmiðið þitt?
Úff,,bara að skjóta betur í dag en í gær er það ekki ?
Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?
Ja þegar stórt er spurt sko ,, Besti árangur væri þá silfur í byrjendaflokki sveigboga á íslandsmóti utanhúss 2013. Og uppáhalds matur er náttúrulega Íslensk Kjötsúpa. Hef stundum sést á mótorhjólum, stunda airbrush og bogfimi í frístundum og þekkist vel úr fjarlægð á rauðu síðu skeggi
Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?
Nei engin skilaboð.
Dettur þér einhver önnur skemmtileg spurning sem mætti vera á þessum spurningalista?
Já það sem Astrid sagði… ég hlusta á skálmöld og rammstein þegar ég æfi 😀