Hamranesvöllur opnar 1 maí.

Á morgun 1. maí verður Hamranesvöllur opnaður formlega.  Af þessu tilefni verður völlurinn opinn öllum án endurgjalds á opnunardaginn 1. maí.  Fyrir þá sem ekki þekkja þennan bogfimivöll þá er Hamranesvöllur utandyra bogfimivöllur bogfimifélagsins Hróa Hattar í Hafnarfirði.

Helgi Kristinn og Sveinn máluðu útlínur vallarins í gær og fyrr í dag voru 10 skotmörkin settu upp á vellinum.  Vonir standa til þess að fleiri skortmörk verði sett upp á vellinum í sumar því að Hrói Höttur er er búinn að kaupa bogfimibúnað af Gunnari Þór á Stóra Núpi.  Þannig að búnaður vallarins hefur aldrei verið betur búinn en hann verður í sumar.

Þeir sem hafa áhuga að nota völlinn áfram í sumar frá 1. maí til 1. október ( 5 mánuði) geta haft samband við Svein hjá Hróa Hetti í síma 896-5131 og forvitnast um greiðslu vallargjalda.

Allar bogfimiskyttur eru velkomnar, sama hvað bogfimifélagi þær eru í.

Þess má geta að flest utanhúss bogfimimót ársins munu fara fram á Hamranesvelli.

Endilega að vera með frá byrjun og gera bogfimi sýnilega á flottum stað og á flottum velli.