Halla Sól Þorbjörnsdóttir í BF Boganum náði sínum fyrsta titli í gull úrslitum sveigboga kvenna U18 á Íslandsmóti Ungmenna utanhúss um helgina. Mótið var haldið 27 Júní á Víðistaðatúní í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.
Þetta var fyrsta utandyra mót Höllu en hún hefur verið iðinn keppandi innandyra. Í gull úrslitum lenti Halla á móti Marín Anítu Hilmarsdóttir í BF Boganum þar sem Halla vann öruggann sigur 6-0.
Báðar stelpurnar stóðu sig frábærlega í undankeppni og tortímdu Íslandsmetinu með gífurlegum mun. Íslandsmetið var fyrir mótið 286 stig en Halla skoraði 406!! og Marín skoraði 490!! stig. En þar sem Marín var með hærra skorið í undankeppni mótsins tekur hún officially metið. (Marín tók einnig Íslandsmetið í U18 tvíliðaleik á mótinu). Það er rosalegt hopp í getu í U18 sveigboga kvenna. Þetta er fyrsta árið sem Halla og Marín keppa í U18 flokki.
Halla og Marín eru góðar vinkonur og hörð samkeppni hefur verið á milli þeirra síðasta ári. Þær kepptu um U18 og U21 titilinn innandyra þar sem Marín hafði betur. Ásamt því að sigra allar Færeysku stelpurnar og kepptu líka um gull í alþjóðlega hluta Íslandsmóts ungmenna innandyra í U18 og U21 flokki. Halla tók einnig brons á Íslandsmeistaramóti innandyra í opnum flokki í mars. Án vafa efnilegar framtíðar landsliðskonur fyrir Ísland.
Sýnt var beint frá gull úrslitum á Íslandsmót ungmenna og hér fyrir neðan er hægt að sjá úrslita leik Höllu og Marínar. Hægt er að sjá heildarúrslit á ianseo.net