Halla Sól í 13 sæti á World Series Open U21 innandyra heimslista

Halla Sól Þorbjörnsdóttir sýndi flott frammistöðu og þátttöku á innandyra tímabilinu í opnu heimsmótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery. Halla endaði í 13 sæti í sveigboga kvenna U21 á World Series Open heimslista af rúmlega 96 keppendum alþjóðlega eftir að öllum mótum í mótaröðinni var lokið. Stig úr mótaröðinni giltu einnig til ranking í fullorðins flokki og þar endaði Halla í 77 sæti á 635 keppendum.

World Series Open innandyra mótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery samanstóð af 26 mótum um allan heim í vetur, frá byrjun nóvember og til lok febrúar.

Nánar er fjallað um World Series mótaröðina í frétt Bogfimisambands Íslands á bogfimi.is

17 Íslendingar í top 16 sætum á World Series Open heimslista 2023