Hafnfirðingar með góðan árangur á NM ungmenna með 3 silfur, 4 brons, 6 Íslandsmet og 4 Norðurlandamet

Keppendur Bogfimifélagsins Hróa Hattar í Hafnarfirði stóðu sig vel á Norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Larvik Noregi um mánaðarmótin síðustu (30 júní-2 júlí). Hafnfirðingar tóku samtals 3 silfur og 4 brons verðlaun, ásamt því að setja eða eiga hlutdeild í 6 Íslandsmetum og 4 Norðurlandametum.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-BkKFWZ8/A

Starfsmenn Bogfimisambands Íslands voru í Noregi að aðstoða Norðmenn við að skipuleggja úrslit NM og keyra beina útsendingu af úrslitunum, og var þetta því í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá úrslitum NM. Hér er því hægt að fylgjast með gull úrslitaleiknum þar sem Eowyn keppti í gull úrslitum einstaklinga:

(Vert er þó að nefna að þar sem Norðmenn hafa aldrei gert sjónvörpuð úrslit áður á sínum mótum og keppnis fyrirkomulag á slíkum útsláttum er mjög frábrugðin hvernig keppt er venjulega í íþróttinni. Norsku dómararnir gerðu reikni villu í gull úrslitum hjá Eowyn og tilkynntu hana sem sigurvegara þegar að reyndin var að sú Danska vann leikinn. Mikill undirbúningur var gerður frá Bogfimisambandi Íslands með dómurunum að kenna þeim ferlin, en með crew og dómara sem eru allir að gera eitthvað nýtt er erfitt að fá alla til að ná öllu rétt í fyrstu tilraun. Þetta voru einu stóru mistökin sem 12 Norsku dómararnir gerðu í úrslitunum Einnig var töluverður vindur og aðstæður erfiðar eins og sést greinilega á úrslitaleik Eowyn sem var eini “Hafnfirðingurinn” sem keppti til gull verðlauna í einstaklingskeppni.)

Samantekt af árangri keppenda BF Hróa Hattar á NM ungmenna:

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-R5fNKC7/A

Eowyn Marie Mamalias – Trissubogi U21

  • Silfur einstaklingskeppni kvenna
  • Silfur liðakeppni
  • Landsliðsmet liða undankeppni – 1923 stig
  • Landsliðsmet liða útsláttarkeppni – 207 stig
  • Norðurlandamet liða undankeppni – 1923 stig
  • Norðurlandamet liða útsláttarkeppni – 207 stig

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-LKb6zRq/A

Jóhannes Karl Klein – Trissubogi U18

  • 4 sæti einstaklingskeppni karla
  • Silfur liðakeppni
  • Landsliðsmet liða undankeppni – 1889 stig
  • Landsliðsmet liða útsláttarkeppni – 202 stig
  • Norðurlandamet liða útsláttarkeppni – 1889 stig
  • Norðurlandamet liða útsláttarkeppni – 202 stig

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-35XPvMm/A

Auðunn Andri Jóhannesson – Berboga U21

  • Brons einstaklingskeppni karla
  • Brons liðakeppni
  • Íslandsmet karla – 392 stig

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-8TXLcmp/A

Kaewmungkorn Yuangthong (Púká) – Trissubogi U21

  • Brons einstaklingskeppni karla
  • Brons liðakeppni

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-S42Gx6L/A

Bríana Birta Ásmundsdóttir – Trissubogi U18

  • 6 sæti einstaklingskeppni kvenna
  • 4 sæti liðakeppni
  • Íslandsmet kvenna – 555 stig

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-N3DVQrL/A

Sævar Sindri Jóhannesson – Trissubogi U16

  • 6 sæti einstaklingskeppni karla
  • 4 sæti liðakeppni

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-qfw3BsB/A

Dagur Logi Björgvinsson Rist – Sveigbogi U16

  • 9 sæti einstaklingskeppni karla
  • 9 sæti liðakeppni

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-vXqWpLD/A

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-VkwTrZZ/A

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-KLtt9vN/A

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-FnfKw2v/A

Nánari fréttir af mótinu er hægt að finna í fréttum á archery.is og í frétt Bogfimisambands Íslands um mótið hér fyrir neðan:

Fjórir Norðurlandameistarar, sjö Norðurlandamet og langur listi af öðrum verðlaunum/metum eftir sterka frammistöðu Íslands á NM ungmenna 2023