Gummi nálægt sínu besta á Wcup Berlin

Gummi Guðjónsson komst í útsláttarkeppni í sveigboga á World Cup í bogfimi í Berlin.

Top 104 fara í útsláttarkeppnina og 123 voru að keppa á mótinu. Top 32 fara svo í úrslitakeppnina.

Gummi skoraði 313 stig í fyrri umferðinni og var í 92 sæti í hálfleik. Seinni helminginn skoraði Gummi 311 stig og var í 104 sæti í þeim helming.

Keppni var gífurlega hörð og skorin mjög há á mótinu, eftir undankeppnina var Gummi í 99 sæti með 624 stig sem er 6 stigum frá Íslandsmetinu.

Gummi var sleginn út af Atanu Das frá Indlandi í útsláttarkeppni 6-0 þrátt fyrir að 8 af 9 örvum Guðmundar hafi lent í níum.

Gummi endaði í 57 sæti af 123 keppendum á mótinu.

Gummi sló einnig íslandsmet í sveigboga blandaðri liðakeppni ásamt Astrid Daxböck 1129 stig. Met sem þau tvö voru að setja fyrir rúmum mánuði síðan á heimsbikarmótinu í Antalya Tyrklandi það var 1121 stig.

Vel gert!

Myndir með þökkum frá official ljósmyndurum mótsins Dean Alberga hjá WorldArchery og starfsfólki archery world cup berlin.