Guðmundur Guðjónsson vann Íslandsmeistaratitil í Ólympískum sveigboga karla á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi á Stóra Núpi Selfossi 2019 í gær.
Gummi keppti á móti Sigurjóni Atla Sigurðssyni í gull úrslitum. Í undankeppni er skotið er 72 örvum og það munaði aðeins 1 stigi á þeim tvemur á heildarskori og því nokkuð ljóst að um harða baráttu yrði að ræða í úrslitum.
Í spánni okkar fyrir keppnina gátum við ekki ákveðið hver væri líklegri til að vinna það er of tæpt og létum google gera coin flip um það sem endaði á Gumma og því spáðum við Gumma sigri sem rættist.
Eftir fyrstu 3 umferðirnar voru þeir jafnir með 3 stig hvor. Gummi vann 4 lotuna örugglega 28-24. Í síðustu lotuni skoraði Sigurjón 24 og Gummi var með 17 stig og þurfti því 6 eða hærri stig til að vinna og hann skaut 8 og vann titilinn.
Gummi mætti Gilbert Jamieson frá Skotlandi í gull keppni alþjóðlega hluta mótsins þar sem þeir enduðu jafnir 5-5 og þurfti að ráða úr úrslitum með bráðabana þar sem skotið er einni ör og sá sem er nær miðju vinnur. Viltu vita hvort Gummi frá Ísland eða Gilbert frá Skotlandi vann? Horfðu þá á video-ið hér fyrir neðan 😉
Hér fyrir neðan er hægt að finna gull keppni Íslandsmeistaramótsins í Ólympískum sveigboga Gummi vs Sigurjón