Guðmundur vann 2 og Sigurjón 1 útslátt en mögulega ekki nóg fyrir Evrópuleikasæti.

Íslensku keppendunum gekk vel á mótinu en það var líklega ekki nægilegt til þess að fá sæti á Evrópuleikana. En það verður ljóst í kvöld.

Það eru einnig en einhverjar líkur á því að fá Wild Card sæti.

Guðmundur skaut í báðum flokkum, hann byrjaði að keppa í trissuboga þar sem hann vann fyrsta útsláttinn 134-133 á móti Vlad frá Rúmeníu. Þar kom babb í bátinn þar sem mótshaldarar vildu ekki leyfa honum að keppa í báðum flokkum á sama tíma þrátt fyrir að reglurnar leyfi það. Guðmundur átti að skjóta á target 45 í trissuboga og target 13 í sveigboga á sama tíma. Guðmundur ákvað að taka sveigbogann og forfeit-a trissuboga útslættinum og sleppa hlaupunum á milli skotmarka 😉

Í sveigboga unnu bæði Sigurjón og Guðmundur fyrsta útsláttinn. Guðmundur 6-2 á móti keppanda frá Rúmeníu og Sigurjón 6-0 á móti keppanda frá Azerbaijan og héldu því báðir áfram. Ólafur datt út í fyrsta útslætti 2-6 á móti Alexandros frá Grikklandi. En kynnir mótsins tilkynnti háum rómi yfir allann völlinn að Ólafur hefði unnið sinn útslátt, sem voru mistök lol

Í næsta útslætti mætti Guðmundur 3 hæsta á mótinu Hasti frá Noregi og tapaði 0-6 og datt út. Sigurjón mætti 8 hæsta Jaba frá Georgíu og tapaði 2-6 og því báðir dottnir út. Þeir bíða á vellinum til kvölds til að sjá niðurstöðurnar úr kvótamótinu þar sem mögulegt er að það þurfi að keppa í secondary tournament til að útbítta síðustu sætunum, þar sem þeir gætu þurft að keppa aftur.

Í trissuboga kvenna datt Astrid út í fyrsta útslætti á móti KRASNITSKA Anastasia frá Úkraínu 125-135. Í sveigboga keppti hún á móti Ana Umer frá Slóveníu sem var 6 hæsta á mótinu og hún sló Astrid út 0-6. Astrid er einnig að bíða til kvölds eftir staðfestum úrslitum um sæti á Evrópuleikana.

Heildar úrslit af mótinu er hægt að finna hér http://www.ianseo.net/Details.php?toId=4791

Uppfærsla allir Íslensku keppendurnir eru dottnir út. En ágætis möguleiki á Wild Card sæti.

Þannig að keppni Íslensku keppendana er lokið á þessu móti. Hér fyrir neðan er heildar úrslita síða Íslands úr Ianseo live info system