Guðbjörg ver síðasta titil sinn í berboga kvenna U21

Guðbjörg Reynisdóttir í BF Hróa Hetti varði síðasta titil sinn í U21 flokki á Íslandsmóti Ungmenna um helgina. Mótið var haldið 27 Júní á Víðistaðatúní í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.

Guðbjörg skoraði 505 stig í undankeppninni aðeins 7 stigum frá því að setja nýtt Íslandsmet í U21 flokki. (Guðbjörg á metið sjálf en hefði verið gaman að hækka það á síðasta árinu).

Guðbjörg átti titilinn sjálf en þar sem hún verður 21 árs á næsta ári getur hún ekki keppt í U21 flokki þá. Guðbjörg er einnig Íslandsmeistari í opnum flokki og þarf að verja þann titil aftur á Íslandsmeistaramótinu í opnum flokki 17-19 Júlí.

2020 er búið að vera óheppilegt ár fyrir Guðbjörgu en hún var bæði að miða á HM ungmenna í víðavangsbogfimi og NM ungmenna en báðum þessum mótum var aflýst vegna Covid-19.

Við munum án vafa sjá hana á EM og HM í opnum flokki í framtíðinni.

Hægt er að sjá úrslit á ianseo.net