Guðbjörg vann riðil B á EM, keppir næst kl 14 á móti breskri stelpu sem vann riðil A

Guðbjörg vann riðil B og keppir því næst kl 14:00 að staðartíma á móti Phoebe Rose frá Bretlandi sem vann riðil A.

Sú sem vinnur þann útslátt fer í undan úrslit sem verða á morgun.

Guðbjörg vann öruggan sigur á móti Iris Kandzic frá EM heimalandinu Slóveníu 82-68.

Guðbjörg skoraði hæsta skorið af öllum berbogum sem skutu í öllum riðlum fyrir hádegi (karla, kvenna U21 Opnum flokki. Hæsta skorið af öllum sem kepptu).

Nokkrar myndir úr riðlinum.