Guðbjörg slær Íslandsmetið og Birna 50+ metið á Bikarmóti BFSÍ um helgina og verðlaunafé bætt við mótaröðina

21 keppendur kepptu á Bikarmóti BFSÍ Nóvember-2 sem haldið var á Laugardaginn 26. Nóvember og var það mesta þátttaka í Bikarmóti BFSÍ hingað til. Guðbjörg, Marín og Alfreð unnu bikarana í sínum greinum í kynlausri keppni á fjórða Bikarmóti BFSÍ 26 nóvember.

Eftir að útsláttarkeppni var lokið voru lokaniðurstöður gull úrslita leikja eftirfarandi:

  • Guðbjörg Reynisdóttir vann bikarinn í berboga 6-0 í úrslitum gegn Birnu Magnúsdóttur
  • Alfreð Birgisson vann bikarinn í trissuboga 141-138 í úrslita leik gegn Freyju Dís Benediktsdóttur
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir vann bikarinn í sveigboga 6-2 í úrslita leik gegn Höllu Sól Þorbjörnsdóttur

Staðan í Bikarmótaröðinni byggist á niðurstöðum úr undankeppni Bikarmótana. Top 3 staðan í Bikarmótaröðinni er í dag:

Sveigbogi:

  1. Valgerður E. Hjaltested : 1572
  2. Marín Aníta Hilmarsdóttir : 1101
  3. Melissa Pampoulie : 970

Trissubogi:

  1. Freyja Dís Benediktsdóttir : 1678
  2. Þórdís Unnur Bjarkadóttir : 1577
  3. Alfreð Birgisson : 1137

Berbogi:

  1. Guðbjörg Reynisdóttir : 1379
  2. Birna Magnúsdóttir : 1191
  3. Sölvi Óskarsson : 1102

Heildar stöðuna í Bikarmótaröðinni er hægt að finna á úrslitasíðu hvers móts á ianseo.net í skjali sem heitir “Staða Bikarmótaröð BFSÍ “

Næsta mót í bikarmótaröðinni verður haldið 10 desember og það er en mögulegt að skrá sig á það hér.

https://mot.bogfimi.is/

Stjórn BFSÍ samþykkti á síðasta stjórnarfundi í nóvember að bæta við verðlaunafé upp á 50.000.kr fyrir Bikarmeistara BFSÍ innandyra í hverjum bogaflokki (semsagt sigurvegara Bikarmótaraðarinnar). Sú ákvörðun var m.a. tekin til þess að stuðla að aukinni þátttöku á Bikarmótum BFSÍ og þar með innkomu fyrir BFSÍ tengt þátttöku á mótunum.

Þrjú Íslandsmet voru slegin um helgina, öll í berbogaflokki.

  • Guðbjörg Reynisdóttir úr Hróa Hetti sló Íslandsmetið í opnum flokki með 484 stig.
  • Birna Magnúsdóttir úr BF Boganum sló Íslandsmetið í 50+ með 424 stig.
  • Astrid, Heba og Birna úr BF Boganu slóu liðamet kvenna í opnum flokki með 1052 stig.

Bikarmót BFSÍ í nóvember, desember og janúar eru einnig partur af World Series Open á vegum heimssambandsins. Úrslit í World Series Open munu ráðast af þremur hæstu skorum keppenda á World Series mótum á tímabilinu og mögulegt er að fylgjast með stöðu keppenda á WorldArchery.org