Guðbjörg setti tvö ný Íslandsmet og komst nærri því að taka Evrópumetið aftur

Guðbjörg Reynisdóttir úr bogfimifélaginu Hróa Hetti sló tvö af eigin íslandsmetum með 483 stigum í berboga innandyra U21 og Opnum flokki á Bogfimisetrið Indoor Series í dag. Fyrri metin voru 471 stig sett á IceCup í janúar fyrr í ár og því um veglega 12 stiga bætingu að ræða.

Með annarri eins bætingu myndi Guðbjörg slá Evrópumetið í U21 sem stendur á 494 stigum og því er óhætt að segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við þegar það kemur að berboga. Sérstaklega þar sem einungis tólf dagar eru eftir þar sem hún hefur rétt á að keppa í U21 og því klárar hún flokkinn á einstaklega sterkum nótum!