
Guðbjörg vann sinn fjórtánda Íslandsmeistaratitil berboga kvenna í íþróttinni á Íslandsmeistaramótinu innandyra á sunnudaginn síðastliðinn.
Guðbjörg hefur unnið 14 af 15 Íslandsmeistaratitlum berboga kvenna frá árinu 2018, 7 titla innandyra og 7 titla utandyra. Á tveimur af síðustu þremur EM innandyra í meistaraflokki hefur Guðbjörg náð í topp 8 sætin í einstaklingskeppni á EM og vann brons í liðakeppni á EM. Eini Íslandsmeistaratitill kvenna sem Guðbjörg vann ekki var árið 2023 innandyra, en keppandinn sem hún tapaði titlinum fyrir þá vann brons á síðasta EM U21. Sterkt framtíðar lið fyrir Ísland.
Keppni um einstaklings Íslandsmeistaratitil kvenna:
Guðbjörg var efst í undankeppni ÍM og sat því hjá í 8 manna úrslitum.
Í undanúrslitum mættust Guðbjörg og Kristjana Rögn Anderssen út SkotÍs Ísafirði, Guðbjörg tók sigurinn 6-2 í leiknum og hélt því áfram í gull úrslitaleikinn.
Í gull úrslitaleiknum mættust Guðbjörg og Heike Viktoria Kristínardóttir úr ÍF Akur á Akureyri. Guðbjörg náði öruggum sigri í leiknum 6-0 og tók Íslandsmeistaratitilinn. Þó er vert að nefna að lotur leiksins voru jafnari í stigum en sést á loka niðurstöðunni og munaði aðeins einu stigi í síðustu tveim lotunum. Lota 1: 27-22, lota 2: 19-18, lota 3: 24-23.
Kristjana Rögn Anderssen úr SFÍ Ísafirði tók brons úrslitaleikinn 6-4 á móti Ragnheiði Íris Klein úr BFHH Hafnarfirði.
Keppni um einstaklings Íslandsmeistaratitilinn (óháð kyni):
Í keppni um Íslandsmeistaratitilinn (óháð kyni) vann Guðbjörg leikinn sinn í 16 manna úrslitum 6-2 gegn Kristjönu Rögn Andersen úr SkotÍs Ísafirði. Í 8 manna úrslitum mættust svo Guðbjörg og Valgeir Árnason úr ÍF Akur þar sem Guðbjörg sigraði aftur 6-2 og hélt því áfram í undanúrslit.
Í undanúrslitum mætti Guðbjörg Akureyringnum Izaar Arnar Þorsteinssyni sem hafði nýlega slegið Íslandsmetið í berboga karla, þar náði Guðbjörg en aftur sigrinum 6-2 og hélt því áfram í gull úrslitaleikinn (allt 6-2 hjá Guðbjörgu þann daginn hehe).
Í gull úrslitaleiknum mættust Guðbjörg og Helgi Már Hafþórsson úr ÍF Akur Akureyri. Helgi tók fyrstu tvær loturnar í leiknum 23-21 og 23-19, staðan því 4-0. Guðbjörg tók þriðju lotuna 26-19, 4-2 og þau jöfnuðu fjórðu lotuna 24-24 og staðan því 5-3 fyrir Helga og ein lota eftir af leiknum. En þar tók Helgi sigurinn 24-19 í lotunni og því 7-3 í gull úrslitaleiknum. Guðbjörg tók því silfrið í keppni óháð kyni.
Samantekt af árangri Guðbjargar á ÍM berboga meistaraflokki:
- Íslandsmeistari – Berbogi kvenna – Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur
- Silfur – Berbogi óháð kyni – Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur
ÍM í berboga og langboga var haldið í Bogfimisetrinu sunnudaginn 13 apríl 2025.
Keppt er um fjóra Íslandsmeistaratitla í hverri íþróttagrein (bogaflokki)
- Einstaklings karla
- Einstaklings kvenna
- Einstaklings (óháð kyni)
- Félagsliða (óháð kyni)
Mögulegt er að finna frekari upplýsingar hér:
- Streymi undankeppni https://www.youtube.com/watch?v=kP_VWnYiXOk
- Streymi gull úrslitaleikir https://www.youtube.com/watch?v=9LYdPXf_IrU
- Niðurstöður https://www.ianseo.net/Details.php?toId=21365
- Myndir https://bogfimi.smugmug.com/
- Frekari upplýsingar er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: