Ekki mátti miklu muna í keppni um Norðurlandameistaratitil í U21 berboga þar sem Guðbjörg Reynisdóttir úr bogfimifélaginu Hróa Hetti í hafnarfirði keppti á móti Sandra Lindblom frá Svíþjóð.
Ekki mátti miklu muna þar sem eftir lok gull keppninar voru stelpurnar jafnar 5-5 og þurfti því að fara í bráðabana. Í bráðabana er skotið 1 ör og sú ör sem er næst miðju vinnur. Guðbjörg skaut 5 og Sandra skaut 7 og sú Sænska tók því gullið að þetta árið. Það voru um 20cm á milli örvana og þær eru að skjóta á 50 metra færi.
Þess má geta að þessar stelpur kepptu einnig um Norðurlandameistaratitilinn í fyrra þar sem Guðbjörg vann yfirgnæfandi sigur á Söndru 6-0.
Guðbjörg keppti einnig í liðakeppni þar sem hún vann einnig Gull í fyrra en þurfti að sætta sig við silfur þetta árið eftir tap á móti Svíþjóð 6-0
Ísland vann til 3 verðlauna á mótinu. Guðbjörg vann 2 af þeim 3 verðlaunum.
Guðbjörg er á leiðinni á Evrópumeistarmót U21 í Slóveníu í næsta mánuði þar sem hún og Sandra munu líklegast mætast aftur ásamt keppendum frá öðrum Evrópuþjóðum. Guðbjörg á þar möguleika á því að koma heim með fyrstu medalíu Íslands af Evrópumeistarmóti.