Guðbjörg Reynisdóttir var að keppa í fyrsta sinn á EM í víðavangsbogfimi og endaði í 4 sæti eftir tap á móti Kathryn Morton frá Bretlandi. Ítalía vann gull og Svíþjóð silfur í berboga U21 kvenna.
Hægt er að sjá öll úrslit beint á youtube rás Evrópusambandsins.
Guðbjörg var mjög ónægð með hvar örvarnar lentu í úrslitum af því að hún veit að hún getur hitt mun betur. Það munaði bara einni ör á réttum stað á stelpunum og Guðbjörgu fannst skotin góð en ekki enda þar sem hún miðaði.
Hún er samt ánægð með árangurinn, hún vissi að hún yrði langt frá síðasta sæti en gerði kannski ekki alveg ráð fyrir því að vera í úrslitum og keppa um verðlaun. Þar sem hún hafði aldei keppt í víðavangsbogfimi áður og þetta var fyrsta stóra alþjóðlega mótið hennar. Guðbjörg byrjaði að æfa bogfimi fyrir 4 árum af því að henni fannst það skemmtilegt.
Þetta er hæsta sæti á EM sem Íslendingur hefur náð hingað til. En íþróttin er búin að vera í miklum uppvexti á síðustu 6 árum.
Guðbjörg var með hæsta skorið af öllum konum í riðlakeppninni.
Guðbjörg varð tvöfaldur norðurlandameistari í fyrra og var í öðru sæti á norðurlandamótinu í ár. Þar hefur hún yfirleitt verið að keppa hart við sænsku stelpurnar þar sem Svíþjóð hefur almennt verið með sterkustu þjóðum í heiminum í berbogaflokki.
Guðbjörg er Íslandsmeistari í U21 og opnum flokki innandyra og utandyra og á öll Íslandsmetin í þeim flokkum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Guðbjörg keppir á EM en hún mun líklega taka þátt á HM á næsta ári í Yankton í Bandaríkjunum. HM og EM í víðavangsbogfimi eru annað hvert ár, EM á odda árum og HM á sléttum árum.
Mótið er haldið í Mokritz kastala í Slóveníu, er um viku langt og lýkur í dag með úrslita keppninni og lokahátíð.
Nokkrar myndir hér fyrir neðan.