Guðbjörg Reynisdóttir átti glæsilegt innandyra tímabil og situr í öðru sæti í berboga kvenna á World Series Open innandyra heimslista eftir að öllum mótum er lokið. En rúmlega 200 keppendur tóku þátt alþjóðlega í berboga kvenna í World Series í vetur.
Guðbjörg sat nánast allt tímabilið 1 sæti á heimslistanum en á síðasta mótinu í mótaröðinni í Las Vegas USA tók Maggie Brensinger frá Bandaríkjunum forystuna og því top sætið af Guðbjörgu. En Íslenskar konur verma 2-4 sæti á World Series Open innandyra heimslistanum fyrir 2023 tímabilið sem er vel af sér vikið.
Guðbjörg sló einnig Íslandsmetið í berboga kvenna tvisvar World Series tengdum mótum á tímabilinu.
World Series Open innandyra mótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery samanstóð af 26 mótum um allan heim í vetur, frá byrjun nóvember og til lok febrúar.
Nánar er fjallað um World Series mótaröðina í frétt Bogfimisambands Íslands á bogfimi.is
17 Íslendingar í top 16 sætum á World Series Open heimslista 2023